Báðar hliðar sakaðar um stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2015 14:45 Eyðileggingin á Gasa ströndinni var gífurleg. Vísir/AFP „Umfang eyðileggingarinnar og þjáninga á Gasa var fordæmalaust og mun hafa áhrif á kynslóðir framtíðarinnar.“ Þetta sagði Mary McGowan, formaður rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Nefndin rannsakaði átökin á Gasa ströndinni í fyrra og komst að þeirri niðurstöðu að bæði Ísraelar og Palestínumenn væru sekir um stríðsglæpi. Palestína er nú aðili að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og hafa þeir reynt að fá Ísraela ákærða fyrir stríðsglæpi sumarið 2014. Pressan er því meiri fyrir Ísrael en hún hefur verið áður. Leiðtogar bæði Ísrael og Palestínu hafa hafnað niðurstöðum nefndarinnar. Þar segir að Palestínumenn hafi miðað flugskeytum sínum á almenna borgara og að Ísraelsmenn hafi beitt óhóflegu afli á Gasa. Átökin hófust þann 8. júlí, eftir að rán og morð á þremur ísraelskum unglingum. Skömmu seinna var palestínskum unglingi rænt og hann brenndur lifandi. Ísraelar handtóku hundruð grunaðra meðlima Hamas samtakanna og Palestínumenn fjölguðu flugskeytaárásum sínum. Ísraelar gerðu minnst sex þúsund loftárásir og skutu um 50 þúsunda fallbyssu- og skriðdrekaskotum á þeim 51 degi sem átökin stóðu yfir. 2.251 Palestínumenn létu lífið. Þar af voru 1.462 almennir borgarar, en þriðjungur þeirra voru börn. Palestínumenn skutu 4.881 eldflaugum og vörpuðu 1.753 sprengjum á Ísrael á sama tíma. 73 Ísraelar létu lífið. Þar af sex borgarar og um 1.600 særðust.Mary McGowan, formaður rannsóknarnefndarinnar, og Doudou Diene, meðlimur nefndarinnar, blaðamannafundi í dag.Vísir/AFPSamkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna féllu hundruð borgara á heimilum sínum. Vitni lýstu því fyrir nefndinni hvernig hús sem urðu fyrir loftárásum féllu í hrúgu af braki og ryki. Meðlimur Al Najjar fjölskyldunnar lýsir einni árás á þennan hátt: „Ég vaknaði á sjúkrahúsinu og komst seinn að því að systir mín, móðir og börnin mín dóu.“ Alls dóu nítján fjölskyldumeðlimir hennar í loftárás þann 26. júlí 2014. „Við dóum öll þann dag. Líka þau sem lifðu af.“ Í skýrslunni kemur fram að minnst 142 fjölskyldur hafi misst þrjá eða fleiri meðlimi í loftárásum á íbúðarhús. Minnst 742 létu lífið í slíkum árásum. Þar að auki kemur fram að það að Ísraelar hafi ekki endurskoðað loftárásir sínar, jafnvel eftir að manntjón borgara hafi komið fram, veki upp spurningar um hvort þetta hafi verið liður í stefnu Ísraelsmanna. Skýrsluna sem og frekari myndrænar upplýsingar má finna hér á vef Sameinuðu þjóðanna.Hér má sjá hvernig heilt hverfi á Gaza ströndinni var jafnað við jörðu á einungis einni klukkustund. Hér má sjá frekari upplýsingar um ástandið á Gaza.Mynd/SÞRannsóknarnefndin segir að Ísraelar hafi beitt vopnum sem hafi stóran sprengiradíus. Þó slík vopn séu ekki ólögleg, er víst að með því að beita þeim á svo þéttbýlu svæði hafi öllum verið ljóst að mannfall borgara hafi verið óhjákvæmilegt. Einnig virðist sem að Ísraelsher hafi varað fólk við að yfirgefa tiltekin svæði og sjálfvirkt álitið alla sem eftir urðu sem vígamenn. Ísraelar neituðu að starfa með rannsóknarnefndinni. Samkvæmt BBC segja þeir að nefndin sé hlutdræg og að hún hafi ákveðið fyrirfram að Ísraelar væru sekir. Rannsóknarnefndin fordæmdi aftökur manna á Gasa ströndinni sem sakaðir voru um að starfa með Ísraelsmönnum. Ísraelar sögðu Palestínumenn hafa notað almenna borgara sem skjöld. Þeir hafi skotið eldflaugum sínum úr íbúðahverfum, skólum og moskum. Ísrael segir að niðurstöður skýrslunnar hafi verið ákveðnar fyrirfram. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að Ísrael „fremdi ekki stríðsglæpi. Ísrael ver sig gegn hryðjuverkasamtökum sem kalli eftir gereyðingu Ísrael og fremja ýmsa stríðsglæpi.“ Háttsettur embættismaður Hamas samtakanna sagði skýrsluna „skapa falskt samhengi á milli fórnarlamba og morðingja“. Hann sagði að eldflaugum Hamas hefði verið miðað á herstöðvar og hernaðarskotmörk.Fjöldi heimili voru gereyðilögð.Vísir/AFP Fréttaskýringar Gasa Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
„Umfang eyðileggingarinnar og þjáninga á Gasa var fordæmalaust og mun hafa áhrif á kynslóðir framtíðarinnar.“ Þetta sagði Mary McGowan, formaður rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Nefndin rannsakaði átökin á Gasa ströndinni í fyrra og komst að þeirri niðurstöðu að bæði Ísraelar og Palestínumenn væru sekir um stríðsglæpi. Palestína er nú aðili að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og hafa þeir reynt að fá Ísraela ákærða fyrir stríðsglæpi sumarið 2014. Pressan er því meiri fyrir Ísrael en hún hefur verið áður. Leiðtogar bæði Ísrael og Palestínu hafa hafnað niðurstöðum nefndarinnar. Þar segir að Palestínumenn hafi miðað flugskeytum sínum á almenna borgara og að Ísraelsmenn hafi beitt óhóflegu afli á Gasa. Átökin hófust þann 8. júlí, eftir að rán og morð á þremur ísraelskum unglingum. Skömmu seinna var palestínskum unglingi rænt og hann brenndur lifandi. Ísraelar handtóku hundruð grunaðra meðlima Hamas samtakanna og Palestínumenn fjölguðu flugskeytaárásum sínum. Ísraelar gerðu minnst sex þúsund loftárásir og skutu um 50 þúsunda fallbyssu- og skriðdrekaskotum á þeim 51 degi sem átökin stóðu yfir. 2.251 Palestínumenn létu lífið. Þar af voru 1.462 almennir borgarar, en þriðjungur þeirra voru börn. Palestínumenn skutu 4.881 eldflaugum og vörpuðu 1.753 sprengjum á Ísrael á sama tíma. 73 Ísraelar létu lífið. Þar af sex borgarar og um 1.600 særðust.Mary McGowan, formaður rannsóknarnefndarinnar, og Doudou Diene, meðlimur nefndarinnar, blaðamannafundi í dag.Vísir/AFPSamkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna féllu hundruð borgara á heimilum sínum. Vitni lýstu því fyrir nefndinni hvernig hús sem urðu fyrir loftárásum féllu í hrúgu af braki og ryki. Meðlimur Al Najjar fjölskyldunnar lýsir einni árás á þennan hátt: „Ég vaknaði á sjúkrahúsinu og komst seinn að því að systir mín, móðir og börnin mín dóu.“ Alls dóu nítján fjölskyldumeðlimir hennar í loftárás þann 26. júlí 2014. „Við dóum öll þann dag. Líka þau sem lifðu af.“ Í skýrslunni kemur fram að minnst 142 fjölskyldur hafi misst þrjá eða fleiri meðlimi í loftárásum á íbúðarhús. Minnst 742 létu lífið í slíkum árásum. Þar að auki kemur fram að það að Ísraelar hafi ekki endurskoðað loftárásir sínar, jafnvel eftir að manntjón borgara hafi komið fram, veki upp spurningar um hvort þetta hafi verið liður í stefnu Ísraelsmanna. Skýrsluna sem og frekari myndrænar upplýsingar má finna hér á vef Sameinuðu þjóðanna.Hér má sjá hvernig heilt hverfi á Gaza ströndinni var jafnað við jörðu á einungis einni klukkustund. Hér má sjá frekari upplýsingar um ástandið á Gaza.Mynd/SÞRannsóknarnefndin segir að Ísraelar hafi beitt vopnum sem hafi stóran sprengiradíus. Þó slík vopn séu ekki ólögleg, er víst að með því að beita þeim á svo þéttbýlu svæði hafi öllum verið ljóst að mannfall borgara hafi verið óhjákvæmilegt. Einnig virðist sem að Ísraelsher hafi varað fólk við að yfirgefa tiltekin svæði og sjálfvirkt álitið alla sem eftir urðu sem vígamenn. Ísraelar neituðu að starfa með rannsóknarnefndinni. Samkvæmt BBC segja þeir að nefndin sé hlutdræg og að hún hafi ákveðið fyrirfram að Ísraelar væru sekir. Rannsóknarnefndin fordæmdi aftökur manna á Gasa ströndinni sem sakaðir voru um að starfa með Ísraelsmönnum. Ísraelar sögðu Palestínumenn hafa notað almenna borgara sem skjöld. Þeir hafi skotið eldflaugum sínum úr íbúðahverfum, skólum og moskum. Ísrael segir að niðurstöður skýrslunnar hafi verið ákveðnar fyrirfram. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að Ísrael „fremdi ekki stríðsglæpi. Ísrael ver sig gegn hryðjuverkasamtökum sem kalli eftir gereyðingu Ísrael og fremja ýmsa stríðsglæpi.“ Háttsettur embættismaður Hamas samtakanna sagði skýrsluna „skapa falskt samhengi á milli fórnarlamba og morðingja“. Hann sagði að eldflaugum Hamas hefði verið miðað á herstöðvar og hernaðarskotmörk.Fjöldi heimili voru gereyðilögð.Vísir/AFP
Fréttaskýringar Gasa Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira