Sameiginlegur fundur stéttarfélaganna hófst klukkan tíu. Félögin sem um ræðir auk Matvæla- og veitingafélags Íslands eru Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag hársnyrtisveina, Grafía/FBM, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Samiðn. „Við erum að fara yfir stöðuna núna hvert félag fyrir sig eftir sameiginlega fundinn.”

„En við erum að gera allt sem við getum til að klára þetta. Það eru nokkrir póstar sem standa útaf en það eru ekki þungir póstar.”
Níels segir að sátt hafi náðst um ýmis þungavigtaratriði. „Við höfum alltaf verið að mjakast meira og meira í rétta átt.”
Fundahöld halda áfram hjá ríkissáttasemjara í dag.