Lönduðu 43 löxum og misstu líklega 50 í Þverá í Borgarfirði Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2015 10:45 Flottur lax úr hollinu hjá Stjána Ben Mynd: Stjáni Ben Það er óhætt að segja að þetta laxveiðisumar sé komið í gang og það er svo greinilega miklu betri göngur en í fyrra. Stjáni Ben hjá Iceland Angling Travel var að koma úr Þverá í Borgarfirði með hóp sem hann var líka með í fyrra og árangurinn hjá hollinu var hreint út sagt frábær. "Ég var með þennan hóp í fyrra og þá fékk hollið 17 laxa en þar af vorum við laxlaus í tvo daga" sagði Stjáni Ben í samtali við Veiðivísi í morgun. "Staðan núna er bara allt önnur. Hópurinn minn landaði 43 löxum og missti örugglega 50 laxa, svo var verið að reisa laxa alveg hægri og vinsti út um alla á. Síðasta morguninn þá settu þeir í 18 laxa, landa 7 og missa 11. Það var svolítið verið að bregðast of hratt við tökunum" bættir Stjáni við. Það hafa greinilega verið gífurlega sterkar göngur í Þverá síðustu daga og með fallandi vatni koma veiðistaðir inn sem duttu út þegar áin var sem hæst eftir opnun. Þessar fréttir, sem og aðrar fréttir af góðum opnunum ánna, hljóta að blása veiðimönnum von í brjóst um að framundan sé gott sumar við árnar. Stangveiði Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Ágæt bleikjuveiði í Litluá Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Hvað á rjúpan að hanga lengi? Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði
Það er óhætt að segja að þetta laxveiðisumar sé komið í gang og það er svo greinilega miklu betri göngur en í fyrra. Stjáni Ben hjá Iceland Angling Travel var að koma úr Þverá í Borgarfirði með hóp sem hann var líka með í fyrra og árangurinn hjá hollinu var hreint út sagt frábær. "Ég var með þennan hóp í fyrra og þá fékk hollið 17 laxa en þar af vorum við laxlaus í tvo daga" sagði Stjáni Ben í samtali við Veiðivísi í morgun. "Staðan núna er bara allt önnur. Hópurinn minn landaði 43 löxum og missti örugglega 50 laxa, svo var verið að reisa laxa alveg hægri og vinsti út um alla á. Síðasta morguninn þá settu þeir í 18 laxa, landa 7 og missa 11. Það var svolítið verið að bregðast of hratt við tökunum" bættir Stjáni við. Það hafa greinilega verið gífurlega sterkar göngur í Þverá síðustu daga og með fallandi vatni koma veiðistaðir inn sem duttu út þegar áin var sem hæst eftir opnun. Þessar fréttir, sem og aðrar fréttir af góðum opnunum ánna, hljóta að blása veiðimönnum von í brjóst um að framundan sé gott sumar við árnar.
Stangveiði Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Ágæt bleikjuveiði í Litluá Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Hvað á rjúpan að hanga lengi? Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði