Góð bílasala í Evrópu í ár Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2015 09:30 Nýr bíll fær breska bílnumeraplötu. Sala bíla í Evrópu hefur verið með ágætum það sem af er liðið ári og aukningin 7% frá fyrra ári þegar fyrstu fimm mánuðir ársins eru taldir. Hinsvegar eru teikn á lofti um að um sé að hægjast þar sem aukingin í maí var aðeins 0,8%. Þessi aukning er sú minnsta í álfunni síðan í nóvember árið 2013. Nokkrir bílaframleiðendur tilkynnt um minni sölu í maí ár frá fyrra ári, þar á meðal Volkswagen, Ford og Opel/Vauxhall. Söluhæstu einstöku bílgerðirnar voru sem oft áður Volkswagen Golf, Ford Fiesta og Renault Clio, en sala á þeim öllum minnkaði á milli ára í maí. Sú breyting hefur einnig orðið í ár að færri bílar með dísilvélum seljast nú, en þess fleiri bensínbílar, rafmagnsbílar og bílar með tvíorkuaflrás. Það er greiningarfyrirtækið JATO Dynamics sem safnar saman gögnum um bílasölu í Evrópu. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent
Sala bíla í Evrópu hefur verið með ágætum það sem af er liðið ári og aukningin 7% frá fyrra ári þegar fyrstu fimm mánuðir ársins eru taldir. Hinsvegar eru teikn á lofti um að um sé að hægjast þar sem aukingin í maí var aðeins 0,8%. Þessi aukning er sú minnsta í álfunni síðan í nóvember árið 2013. Nokkrir bílaframleiðendur tilkynnt um minni sölu í maí ár frá fyrra ári, þar á meðal Volkswagen, Ford og Opel/Vauxhall. Söluhæstu einstöku bílgerðirnar voru sem oft áður Volkswagen Golf, Ford Fiesta og Renault Clio, en sala á þeim öllum minnkaði á milli ára í maí. Sú breyting hefur einnig orðið í ár að færri bílar með dísilvélum seljast nú, en þess fleiri bensínbílar, rafmagnsbílar og bílar með tvíorkuaflrás. Það er greiningarfyrirtækið JATO Dynamics sem safnar saman gögnum um bílasölu í Evrópu.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent