Jordan Spieth sigraði á US Open eftir ótrúlega dramatík Kári Örn Hinriksson skrifar 22. júní 2015 12:45 Spieth fagnar mikilvægum fugli á 16. holu í kvöld. Getty Dramamatíkin verður vart meiri heldur en hún var á lokaholunum á US Open sem kláraðist í kvöld en Jordan Spieth tryggði sér sinn annan risatitil í röð eftir að hafa leikið holurnar 72 á Chambers Bay á fimm höggum undir pari. Á eftir honum komu þeir Louis Oosthuizen og Dustin Johnson á fjórum höggum undir en sá síðarnefndi var með pálmann í höndunum þegar að hann labbaði inn á flötina á 18. holu enda hafði hann rúmlega fjögurra metra pútt fyrir erni og til þess að sigra á mótinu. Taugarnar fóru þó illa með Johnson sem þrípúttaði á einhvern ótrúlegan hátt en hann fékk að lokum bara par á holuna sem tryggði hinum 21 árs gamla Spieth titilinn.Adam Scott, Cameron Smith og Branden Grace deildu fjórða sætinu á þremur höggum undir pari en Grace hafði leikið frábært golf á lokahringnum áður en hann sló boltann út fyrir vallarmörk á 16. holu sem kostaði hann tvöfaldan skolla. Þá gerði Rory McIlroy einnig atlögu að titlinum en hann var átta höggum frá efstu mönnum fyrir lokahringinn. McIlroy fékk hvern fuglinn á fætur öðrum og var um tíma kominn í toppbaráttuna en tveir skollar seint á hringnum urðu til þess að hann datt aftur niður skortöfluna. Jordan Spieth er yngsti kylfingurinn til þess að sigra á US Open síðan að Bobby Jones gerði það árið 1923 en ljóst er að þessi magnaði kylfingur er kominn til að vera á toppnum í mörg ár. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Dramamatíkin verður vart meiri heldur en hún var á lokaholunum á US Open sem kláraðist í kvöld en Jordan Spieth tryggði sér sinn annan risatitil í röð eftir að hafa leikið holurnar 72 á Chambers Bay á fimm höggum undir pari. Á eftir honum komu þeir Louis Oosthuizen og Dustin Johnson á fjórum höggum undir en sá síðarnefndi var með pálmann í höndunum þegar að hann labbaði inn á flötina á 18. holu enda hafði hann rúmlega fjögurra metra pútt fyrir erni og til þess að sigra á mótinu. Taugarnar fóru þó illa með Johnson sem þrípúttaði á einhvern ótrúlegan hátt en hann fékk að lokum bara par á holuna sem tryggði hinum 21 árs gamla Spieth titilinn.Adam Scott, Cameron Smith og Branden Grace deildu fjórða sætinu á þremur höggum undir pari en Grace hafði leikið frábært golf á lokahringnum áður en hann sló boltann út fyrir vallarmörk á 16. holu sem kostaði hann tvöfaldan skolla. Þá gerði Rory McIlroy einnig atlögu að titlinum en hann var átta höggum frá efstu mönnum fyrir lokahringinn. McIlroy fékk hvern fuglinn á fætur öðrum og var um tíma kominn í toppbaráttuna en tveir skollar seint á hringnum urðu til þess að hann datt aftur niður skortöfluna. Jordan Spieth er yngsti kylfingurinn til þess að sigra á US Open síðan að Bobby Jones gerði það árið 1923 en ljóst er að þessi magnaði kylfingur er kominn til að vera á toppnum í mörg ár.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira