Víkingur Ólafsvík vann ótrúlegan sigur á Þór í fyrstu deild karla í knattspyrnu, en Alfreð Már Hjaltalín skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
William Dominguez da Silva kom Ólafsvíkingum yfir á lokamínútu fyrri hálfleik og staðan 1-0 í hálfleik.
Kristinn Þór Björnsson, bróðir markamaskínunar Atla Viðars Björnssonar, jafnaði metin á 78. mínútu, en ballið var þó ekki búið.
Alfreð Már Hjaltalín skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma með síðustu snertingu leiksins og lokatölur 2-1 sigur Ólafsvíkinga.
Með sigrinum skaust Víkingur upp í annað sætið. Þeir eru með sextán stig og eru tveimur stigum á eftir toppliði Þróttar. Þór er í fjórða sætinu með fimmtán stig.
Alfreð Már hetjan í Ólafsvík
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti