Golf

Heiða Íslandmeistari í holukeppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heiða Guðnadóttir býr sig undir að þruma boltanum.
Heiða Guðnadóttir býr sig undir að þruma boltanum. vísir/golfsamband Íslands
Heiða Guðnadóttir, úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, varð Íslandsmeistari í holukeppni kvenna eftir sigur á Ólafíu Þórunni Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavík. Mótið fór fram á Akureyri um helgina.

Heiða tryggði sér sæti í undanúrslitunum í gegnum riðilinn og vann svo Signýju Arnórsdóttur í undanúrslitunum. Ólafía Þórunn var svo mótherjinn í úrslitunum.

Þær voru báðir að slá rosalega vel af teig og eftir tvær holur hafði Ólafía Þórunn tveggja holu forskot, en hægt og rólega kom Heiða mjög sterk inn. Hún vann að lokum eftir sextán holur.

Þetta er í fyrsta skipti sem Heiða hreppir hnossið, en hún er vel að sigrinum komin. Hún vann báða leikina sína í riðlinum og lagði svo Signýju Arnórsdóttur af velli í undanúrslitunum, eins og áður var greint frá.

Signý Arnórsdóttur, úr Gofklúbbnum Keili, vann stöllu sína úr Keili, Önnu Sólveigu Snorradóttur, í baráttunni um þriðja sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×