Golf

Nýtt nafn á bikarinn í karlaflokki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Axel getur unnið holukeppnina um helgina.
Axel getur unnið holukeppnina um helgina. vísir/daníel
Það er orðið ljóst hverjir mætast í undanúrslitum í karlaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni, en leikið er á Jarðarsvelli á Akureyri. Aðstæður hafa verið góðar um helgina.

Nýtt nafn fer á bikarinn í karlaflokki, en Benedikt Sveinsson úr Keili sló Kristján Þór Einarsson úr GM óvænt úr keppni í bráðabana.

Tvær viðureignir fóru í bráðabana, en auk viðureigns Benedikts og Kristjáns fóru þeir Stefán Már Stefánsson úr GR og heimamaðurinn Eyþór Hrafnar Kristinsson GA í bráðabana.

Fór það þannig að Stefán vann á 23. holu, en þeir Theodór Emil Karlsson, GM og Axel Bóasson tryggðu sér hin tvö sætin í undanúrslitunum.

Axel og Stefán Már mætast annarsvegar og hinsvegar Benedikt og Theodór. Sigurvegararnir mætast svo í úrslitum eftir hádegi á morgun og þeir sem tapa leika um bronsið.

Allar viðureignirnar:

Kristján Þór Einarsson GM

Benedikt Sveinsson GK - Benedikt sigraði á 21. holu.

Theodór Emil Karlsson GM 2/0

Daníel Hilmarsson GKG

Stefán Már Stefánsson GR - Stefán sigraði á 23. holu.

Eyþór Hrafnar Ketilsson GA

Axel Bóassson GK 4/3

Sigurþór Jónsson GK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×