Juncker bauð Grikkjum upp á neyðarfund í dag Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2015 13:58 Ef Grikkir greiða ekki afborgun á láni sínu hjá AGS fyrir miðnætti yrði það í fyrsta skipti sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum við sjóðinn. vísir/afp Frestur Grikklands til að standa við afborgun á stórri afborgun á láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum rennur út á miðnætti og engar líkur á að Grikkir greiði af láninu. Það yrði í fyrsta skipti í sögu sjóðsins sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum. Grikkir eiga að greiða 1,6 milljarða evra af láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir miðnætti. En eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldapakkann næst komandi sunnudag slitnaði upp úr viðræðum landsins við Evrópusambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóagjaldeyrissjóðinn um nýtt lán upp á tæplega átta milljarða evra sem m.a. var ætlað til þess að Grikkir gætu staðið við afborgunina. Um leið og það verður staðreynd að Grikkir greiða ekki af láninu mun Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins greina lánanefnd hans frá því. en það yrði í fyrsta skipti í sögu hans sem þróað lýðræðisríki stendur ekki við skuldbindingar sínar. Grikkland verður þar með komið á bekk með ríkjum eins Zimbabwe, Sudan og Kúbu. Tsipars hvetur almenning til að fella lánapakka Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það muni auðvelda grísku stjórninni að semja upp á nýtt við lánadrottna. Heimildir Reuters fréttastofunnar herma að Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hafi boðið Tsipras að boðað yrði til neyðarfundar fjármálaráðherra evrusamstarfsins í Brussel í dag. þar YRÐI gengið yrði frá samkomulagi um aðstoð við Grikki þannig að þeir gætu staðið við afborgunina til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ef forsætisráðherrann sendi skriflega yfirlýsingu um að hann samþykkti skilmála slíkrar aðstoðar. Þá hafi Juncker gefið í skyn að í framhaldi af þessu yrði hægt að semja um nýja greiðsluáætlun vegna skulda Grikklands síðar á árinu. Margir eru þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag sé í raun ákvörðun Grikkja um hvort þeir vilji halda áfram að vera í evrusamstarfinu eða hvort þeir taki á ný upp eigin gjaldmiðil og hafa önnur ríki á evrusvæðinu þegar hafið undirbúning þess að það muni gerast. Grikkland Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Frestur Grikklands til að standa við afborgun á stórri afborgun á láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum rennur út á miðnætti og engar líkur á að Grikkir greiði af láninu. Það yrði í fyrsta skipti í sögu sjóðsins sem þróað lýðræðisríki stendur ekki í skilum. Grikkir eiga að greiða 1,6 milljarða evra af láni til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir miðnætti. En eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um skuldapakkann næst komandi sunnudag slitnaði upp úr viðræðum landsins við Evrópusambandið, Seðlabanka Evrópu og Alþjóagjaldeyrissjóðinn um nýtt lán upp á tæplega átta milljarða evra sem m.a. var ætlað til þess að Grikkir gætu staðið við afborgunina. Um leið og það verður staðreynd að Grikkir greiða ekki af láninu mun Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins greina lánanefnd hans frá því. en það yrði í fyrsta skipti í sögu hans sem þróað lýðræðisríki stendur ekki við skuldbindingar sínar. Grikkland verður þar með komið á bekk með ríkjum eins Zimbabwe, Sudan og Kúbu. Tsipars hvetur almenning til að fella lánapakka Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það muni auðvelda grísku stjórninni að semja upp á nýtt við lánadrottna. Heimildir Reuters fréttastofunnar herma að Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hafi boðið Tsipras að boðað yrði til neyðarfundar fjármálaráðherra evrusamstarfsins í Brussel í dag. þar YRÐI gengið yrði frá samkomulagi um aðstoð við Grikki þannig að þeir gætu staðið við afborgunina til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ef forsætisráðherrann sendi skriflega yfirlýsingu um að hann samþykkti skilmála slíkrar aðstoðar. Þá hafi Juncker gefið í skyn að í framhaldi af þessu yrði hægt að semja um nýja greiðsluáætlun vegna skulda Grikklands síðar á árinu. Margir eru þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslan á sunnudag sé í raun ákvörðun Grikkja um hvort þeir vilji halda áfram að vera í evrusamstarfinu eða hvort þeir taki á ný upp eigin gjaldmiðil og hafa önnur ríki á evrusvæðinu þegar hafið undirbúning þess að það muni gerast.
Grikkland Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira