Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Birgir Olgeirsson skrifar 9. júlí 2015 14:21 Tálbeituaðgerð lögreglu fór fram við Hótel Frón, Laugavegi. Vísir/Stefán Gefin hefur verið út ákæra í málinu sem jafnan hefur verið tengt við hollensku mæðgurnar. Mæðgurnar komu til landsins 3. apríl síðastliðinn með flugi frá Amsterdam og áttu pantað flugfar til baka 6. apríl. Voru þær handteknar við komuna til landsins fyrir að reyna að smygla 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði handtekið mæðgurnar handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu íslenskan karlmann vegna málsins. Gefin hefur verið út ákæra á hendur móðurinni, sem er á fimmtugsaldri, og manninum sem er á þrítugsaldri. Stúlkan, sem er undir lögaldri, er ekki ákærð. Stúlkan kvaðst ekki hafa vitað af fíkniefnum í farangri sínum og taldi sig vera á leið í frí til Íslands.Í tveimur ferðatöskum Móðirin er ákærð fyrir að hafa flutt hingað til lands, að beiðni ótilgreindra aðila, rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og 10 kíló af MDMA. Segir í ákæru að þessi efni hafi verið ætluð til söludreifingar hér á land í ágóðaskyni. Konan er sögð hafa flutt efnin hingað til lands falin í tveimur ferðatöskum. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið á móti pakkningum og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi að innihéldu öll framangreind ávana- og fíkniefni, og fyrir að hafa ætlað að koma þeim til ótilgreindra aðila hér og landi til að hægt væri að koma efnunum í söludreifingu. Hafði lögreglan þá áður lagt hald á efnin og komið fyrir gerviefni í þeirra stað en um tálbeituaðgerð var að ræða. Telst háttsemi mannsins og konunnar varða við 173. grein almennra hegningarlaga og eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsisvist verði þau fundin sek. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Gefin hefur verið út ákæra í málinu sem jafnan hefur verið tengt við hollensku mæðgurnar. Mæðgurnar komu til landsins 3. apríl síðastliðinn með flugi frá Amsterdam og áttu pantað flugfar til baka 6. apríl. Voru þær handteknar við komuna til landsins fyrir að reyna að smygla 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði handtekið mæðgurnar handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu íslenskan karlmann vegna málsins. Gefin hefur verið út ákæra á hendur móðurinni, sem er á fimmtugsaldri, og manninum sem er á þrítugsaldri. Stúlkan, sem er undir lögaldri, er ekki ákærð. Stúlkan kvaðst ekki hafa vitað af fíkniefnum í farangri sínum og taldi sig vera á leið í frí til Íslands.Í tveimur ferðatöskum Móðirin er ákærð fyrir að hafa flutt hingað til lands, að beiðni ótilgreindra aðila, rúm níu kíló af amfetamíni, 194 grömm af kókaíni og 10 kíló af MDMA. Segir í ákæru að þessi efni hafi verið ætluð til söludreifingar hér á land í ágóðaskyni. Konan er sögð hafa flutt efnin hingað til lands falin í tveimur ferðatöskum. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið á móti pakkningum og tösku frá móðurinni við Hótel Frón á Laugavegi sem hann taldi að innihéldu öll framangreind ávana- og fíkniefni, og fyrir að hafa ætlað að koma þeim til ótilgreindra aðila hér og landi til að hægt væri að koma efnunum í söludreifingu. Hafði lögreglan þá áður lagt hald á efnin og komið fyrir gerviefni í þeirra stað en um tálbeituaðgerð var að ræða. Telst háttsemi mannsins og konunnar varða við 173. grein almennra hegningarlaga og eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsisvist verði þau fundin sek.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45