Helgi Björn Einarsson hefur gert samning við Hött um að leika með liðinu í Domino's deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hetti.
Helgi, sem er 26 ára, kemur frá Haukum þar sem hann hefur leikið undanfarin ár.
Hann spilaði tæpar 20 mínútur að meðalatali í leik í vetur, skoraði 4,8 stig og tók 3,5 fráköst að meðaltali í leik.
Sjá einnig: Mirko í þriðja liðið á þremur árum
Hattarmenn, sem eru nýliðar í Domino's deildinni, hafa verið duglegir að styrkja sig að undanförnu en ekki er langt síðan þeir Mirko Stefán Vrijevic og Eysteinn Bjarni Ævarsson gengu til liðs við félagið.
