Í dag er spáð norðlægri eða breytilegri átt, 3-10 metrar á sekúndu. Þar að auki verður skýjað og sums staðar súld norðaustanlands. Einnig verður skýjað sunnanlands en létta mun til um hádegi. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Seinni part dags fer að rigna á austurhelmingi landsins, en yfirleitt er spáð bjartviðri annars staðar.
Hiti verður sex til 18 stig og hlýjast verður á suðvesturhluta landsins. Kalt verður í innsveitum norðanlands í nótt.
Spá rigningu seinni partinn
Samúel Karl Ólason skrifar
