Þingmaður gekk rúmt hálfmaraþon með gervilið á báðum hnjám Birgir Olgeirsson skrifar 7. júlí 2015 22:46 Ásmundur Friðriksson eftir göngutúrinn mikla. Vísir/Facebook Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét gamlan draum verða að veruleika í dag þegar hann gekk úr Vogum á Vatnsleysuströnd í Garðinn. Um er að ræða 22,4 kílómetra langa leið, en hálfmaraþon er 21,1 kílómetri, og var Ásmundur í fjórar klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni. „Ég er alltaf að labba, er svolítið duglegur við það. Mig hefur alltaf dreymt um að ganga meira en 15 kílómetra. Þetta hafði verið draumur svolítið lengi að fara úr Vogunum í Garðinn og koma við í fjórum sveitarfélögum. Svo allt i einu datt mér það í hug í hádeginu að þetta væri rétti dagurinn,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi um þessa gönguferð en sveitarfélögin fjögur eru Vogar, Reykjanesbær, Sandgerði og Garður.Nógu nettur fyrir gamla gerviliði Ásmundur lét ekki gerviliði sem eru komnir vel til ára sinna stöðva þessa för en hann fékk fyrst gervilið í hné árið 1999 og svo í hitt hnéð árið 2004. „Þeir ættu að vera komnir á tíma. En þrátt fyrir að ég sé aðeins í yfirvigt þá er ég greinilega það nettur að þeir þola mig ennþá,“ segir Ásmundur sem þakkar guði góða heilsu og hreysti.Með ný markmið Hann segist vera búinn að setja sér nýtt markmið eftir göngutúr dagsins en tekur fram að hann ætli sér ekki að ganga Jakobsveginn sem er ein þekktasta pílagrímaleið Evrópu sem endar í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í Galisíu-héraðinu á Spáni en hefst þar sem pílagrímurinn leggur af stað. „Ég held að það borgi sig varla að gefa markmiðið upp en nú sé ég að það er ekki mjög langt frá Höfn í Garðskaga. Það eru einhverjir 700 kílómetrar sem maður næði kannski í einhverjum áföngum.“Ásmundur með heyrnatólinn umtöluðu en hann segist aðeins hlusta á Bylgjuna þegar hann fer í göngutúr.Vísir/FacebookVirkur í fríinu Alþingi var slitið síðastliðinn föstudag og segist Ásmundur hafa nýtt fríið vel og ber þessi göngutúr þess merki. Auk þess hefur hann að sögn heimsótt sex vinnustaði á svæðinu og mun halda því áfram. Hann ætlar sér að heimsækja Vestmannaeyjar, Höfn, Kirkjubæjarklaustur og Vík. „Það er skylda landsbyggðarþingmanna að vera í góðu sambandi við sitt fólk og ég rækta það vel,“ segir Ásmundur sem á von á því að taka nokkra göngutúra á þessu ferðalagi sínu. „Ég labba líka í sveitinni. Það er mjög gaman að labba Almannaskarðið í Höfn. Það er mjög bratt og tekur vel á. Ég ætla að taka það nokkrum sinnum núna.“Hlustar bara á Bylgjuna Aðspurður hvort hann hlusti á einhverja tónlist á meðan þessum göngutúrum stendur segist hann hlusta mikiða á Bylgjuna. „Allan tímann. Mína menn í Reykjavík síðdegis. Svo hlusta ég alltaf á Heimi á morgnanna. Ég er alltaf vaknaður á svipuðum tíma og Heimir og félagar og hlusta á þá á leiðinni á þingið. Læt þá stundum vita af færðinni á Reykjanesbrautinni,“ segir Ásmundur en á meðfylgjandi mynd sem hann deildi á Facebook má sjá útvarpið sem hann gengur jafnan með. „Ég lít út eins og fáviti með þetta en mér finnst það bara sniðugt. “ Alþingi Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét gamlan draum verða að veruleika í dag þegar hann gekk úr Vogum á Vatnsleysuströnd í Garðinn. Um er að ræða 22,4 kílómetra langa leið, en hálfmaraþon er 21,1 kílómetri, og var Ásmundur í fjórar klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni. „Ég er alltaf að labba, er svolítið duglegur við það. Mig hefur alltaf dreymt um að ganga meira en 15 kílómetra. Þetta hafði verið draumur svolítið lengi að fara úr Vogunum í Garðinn og koma við í fjórum sveitarfélögum. Svo allt i einu datt mér það í hug í hádeginu að þetta væri rétti dagurinn,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi um þessa gönguferð en sveitarfélögin fjögur eru Vogar, Reykjanesbær, Sandgerði og Garður.Nógu nettur fyrir gamla gerviliði Ásmundur lét ekki gerviliði sem eru komnir vel til ára sinna stöðva þessa för en hann fékk fyrst gervilið í hné árið 1999 og svo í hitt hnéð árið 2004. „Þeir ættu að vera komnir á tíma. En þrátt fyrir að ég sé aðeins í yfirvigt þá er ég greinilega það nettur að þeir þola mig ennþá,“ segir Ásmundur sem þakkar guði góða heilsu og hreysti.Með ný markmið Hann segist vera búinn að setja sér nýtt markmið eftir göngutúr dagsins en tekur fram að hann ætli sér ekki að ganga Jakobsveginn sem er ein þekktasta pílagrímaleið Evrópu sem endar í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í Galisíu-héraðinu á Spáni en hefst þar sem pílagrímurinn leggur af stað. „Ég held að það borgi sig varla að gefa markmiðið upp en nú sé ég að það er ekki mjög langt frá Höfn í Garðskaga. Það eru einhverjir 700 kílómetrar sem maður næði kannski í einhverjum áföngum.“Ásmundur með heyrnatólinn umtöluðu en hann segist aðeins hlusta á Bylgjuna þegar hann fer í göngutúr.Vísir/FacebookVirkur í fríinu Alþingi var slitið síðastliðinn föstudag og segist Ásmundur hafa nýtt fríið vel og ber þessi göngutúr þess merki. Auk þess hefur hann að sögn heimsótt sex vinnustaði á svæðinu og mun halda því áfram. Hann ætlar sér að heimsækja Vestmannaeyjar, Höfn, Kirkjubæjarklaustur og Vík. „Það er skylda landsbyggðarþingmanna að vera í góðu sambandi við sitt fólk og ég rækta það vel,“ segir Ásmundur sem á von á því að taka nokkra göngutúra á þessu ferðalagi sínu. „Ég labba líka í sveitinni. Það er mjög gaman að labba Almannaskarðið í Höfn. Það er mjög bratt og tekur vel á. Ég ætla að taka það nokkrum sinnum núna.“Hlustar bara á Bylgjuna Aðspurður hvort hann hlusti á einhverja tónlist á meðan þessum göngutúrum stendur segist hann hlusta mikiða á Bylgjuna. „Allan tímann. Mína menn í Reykjavík síðdegis. Svo hlusta ég alltaf á Heimi á morgnanna. Ég er alltaf vaknaður á svipuðum tíma og Heimir og félagar og hlusta á þá á leiðinni á þingið. Læt þá stundum vita af færðinni á Reykjanesbrautinni,“ segir Ásmundur en á meðfylgjandi mynd sem hann deildi á Facebook má sjá útvarpið sem hann gengur jafnan með. „Ég lít út eins og fáviti með þetta en mér finnst það bara sniðugt. “
Alþingi Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira