Bílskúrinn: Brjálæði í Bretlandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. júlí 2015 06:00 Mercedes fagnar fyrsta og öðru sæti eftir erfiða baráttu í Bretlandi. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes kom að lokum fyrstur í mark. Atburðarásin sem leiddi til þess var ótrúleg, þrátt fyrir að heimamaðurinn hafi verið á ráspól. Hvað kom fyrir og hvernig náði Hamilton aftur forystunni. Rigningin og allt annað sem máli skiptir eftir breksa kappaksturinn í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Daniil Kvyat á fleygiferð, hann gerði þó mistök sem hugsanlega kostuðu hann verðlaunasæti.Vísir/GettyDaniil Kvyat átti þriðja sæti í smástundChristian Horner, keppnisstjóri Red Bull segir afar líklegt að Daniil Kvyat hefði blandað sér í baráttuna um verðlaunasæti hefði allt gengið upp. Kvyat gleymdi sér eitt augnablik þegar fór að rigna, hann snerist á brautinni og missti af tækifærinu. Kvyat endaði sjötti. „Þetta er í fyrsta skipti síðan í Mónakó sem mér finnst við vera með í keppninni. Við vorum að keppa við Ferrari og Kvyat tók lista vel fram úr Sebastian (Vettel) í Luffield beygjunni. Hefði Daniil ekki snúist hefði hann gert Vettel lífið leitt í baráttunni um þriðja sæti,“ sagði Horner.Hamilton leiddist ekkert að frussa freyðivíninu eftir spennandi keppni og fullkomið þjónustuhlé.Vísir/GettyHvað var Hamilton að gera? „Þegar Lewis tók þjónustuhlé var ég nokkuð viss um að það væru mistök. Aðstæður voru enn á einhverjum mörkum, ég var í raun mjög kátur þegar hann fór inn,“ sagði Nico Rosberg sem tók skamm unna forystu þegar Hamilton tók hið fullkomlega tímasetta þjónustuhlé. Eftir erfiða ræsingu var á brattan að sækja til fyrir báða Mercedes bílana. Williams var í fyrsta og öðru sæti eftir einkar góða ræsingu. Keppnisáætlun Williams og rigning komu sér vel fyrir Mercedes menn.Toto Wolff liðsstjóri Mercedes sagði eftir keppnina að það hefði verið ákvörðun Hamilton að taka þjónustuhlé á þessum tímapunkti. „Ég held þetta sé í fyrsta skipti sem ég tek rétta ákvörðun um tímasetningu þjónustuhlés, vegna þess að ég sá að rigningin var að aukast,“ sagði Hamilton.Felipe Massa á unan Valtteri Bottas, eins og liðið vildi hafa það, Williams leiðin var ekki farin fyrr en of seint.Vísir/GettyVar Valtteri Bottas haldið nauðugum? Williams leiðin er hugtak sem Pat Symonds, tæknistjóri liðsins notaði fyrir ekki löngu síðan. Í því felst að ökumenn Williams liðsins fá alltaf að keppa og verður ekki meinað að taka fram úr hvor öðrum beri það við. „Má ég taka fram úr, ég get það á seinni beina kaflanum,“ spurði Valtteri Bottas óþreyjufullur snemma í keppninni. Hann fékk neitun og missti þar með af tækifærinu. Hefði Bottas geta unnið upp forskot, já sennilega, það leit að minnsta kosti allt út fyrir það. Bottas hafði DRS til afnota fyrir aftan liðsfélaga sinn Felipe Massa og gat notað kjölsog hans á beinum köflum brautarinnar. Finninn er þrátt fyrir það fullviss um að hann hefði byggt upp forskot sem numið hefði um hálfri sekúndu á hring. Seinna kom þó að því að Williams leyfði ökumönnum sínum að keppa en þá var of seint að stinga Mercedes af, Hamilton tók þjónustuhlé og forystuna í einni svipan.Fernando Alonso missti sig vissulega ekki í gleðinni en hann sneri derhúfunni samt öfugt, sem er eitthvað.Vísir/GettyFernando Alonso sleppti gleðskapnumFernando Alonso kveðst „ekkert kátur,“ með sitt fyrsta stig fyrir McLaren-Honda. Hann segist þó skilja þýðingu þess fyrir liðið. „Það er ekki tími til að fagna ennþá því þetta er eina stigi sem ég hef náð í, en auðvitað er gott fyrir liðið að ná í stig. Það léttir aðeins lund margra eftir erfiða mánuði undanfarið. Þessi úrslit eru staðfesting á að framfarir séu að eiga sér stað.Roy Salvadori ók Aston Martin í Formúlu 1 keppni í Hollandi árið 1959. Hann hætti keppni þegar vélin ofhitnaði.Vísir/GettyAston Martin á leið í Formúlu 1? Orðrómur er á kreiki, hversu veikur sem hann er um að Aston Martin stefni á þáttöku í Formúlu 1 á næstu árum. Hugmyndin á bakvið orðróminn er sú að Red Bull klæðist Aston Martin búning og noti þá Mercedes vélar en ekki Renault vélar. Þetta er talin vera eina færa leiðin fyrir Red Bull til að krækja í Mercedes vél. Þetta er áhugaverð hugmynd, svo mikið er víst. Aðspurður vildi Christian Horner ekki slá orðróminn út af borðinu og Toto Wolff segir hurðina opna hjá Mercedes komist slíkur samningur á. Hugsanlega hefur Aston Martin einnig áhuga á að taka yfir Force India eða Williams sem bæði nota Mercedes vél. Formúla Tengdar fréttir Ricciardo útilokar ekki að fara til Ferrari Hver ekur fyrir Ferrari á næsta ári? Sú spurning brennur á allra vörum. Nú hefur Daniel Ricciardo viðurkennt áhuga á sæti Kimi Raikkonen. 30. júní 2015 23:00 Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes tók þjónustuhlé á ögurstundu og tryggði sér 25 stig. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari tók þjónustuhlé á sama tíma og Hamilton og varð þriðji. 5. júlí 2015 13:29 Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir breska kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 4. júlí 2015 12:27 Bottas: Við höfum yfirhöndina í baráttunni við Ferrari Lewis Hamilton nældi sér í ráspól á heimavelli á Silverstone brautinni í dag. Sinn áttunda á tímabilinu. Einungis Ayrton Senna og Michael Schumacher hafa oftar náð ráspól. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 4. júlí 2015 14:45 Mercedes fljótastir og McLaren áreiðanlegir Nico Rosberg ók Mercedes bíl sínum hraðast allra á seinni æfingadegi Formúlu 1 á Red Bull Ring í Austurríki í gær. Pascal Wehrlein ók hraðast fyrir Mercedes á þriðjudag. McLaren rauf 100 hringja múrinn. 25. júní 2015 22:30 Hamilton vill að allir aðrir en Rosberg vinni keppnir Lewis Hamilton hefur viðurkennt að hann vilji frekar sjá ökumenn annarra liða vinna keppnir en liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg. 28. júní 2015 11:00 Vandi McLaren ekki allur hjá Honda Þróunar- og varaökumaður McLaren, Stoffel Vandoorne segir að til að komast aftur á toppinn þurfi bætingar á öllum sviðum. Skortur á vélarafli sé ekki eini vandinn. 1. júlí 2015 23:00 Nico Rosberg átti daginn á Silverstone Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Hann rétt marði liðsfélaga sinn Lewis Hamilton á fyrri æfingunni. 3. júlí 2015 20:00 Smedley: Við bönnuðum þeim ekki að keppa Lewis Hamilton vann sinn annan breska kappakstur í röð og þriðja á ferlinum. Hann tók þjónustuhlé á hárréttu augnabliki. Hver sagði hvað eftir keppnina? 5. júlí 2015 15:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom að lokum fyrstur í mark. Atburðarásin sem leiddi til þess var ótrúleg, þrátt fyrir að heimamaðurinn hafi verið á ráspól. Hvað kom fyrir og hvernig náði Hamilton aftur forystunni. Rigningin og allt annað sem máli skiptir eftir breksa kappaksturinn í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Daniil Kvyat á fleygiferð, hann gerði þó mistök sem hugsanlega kostuðu hann verðlaunasæti.Vísir/GettyDaniil Kvyat átti þriðja sæti í smástundChristian Horner, keppnisstjóri Red Bull segir afar líklegt að Daniil Kvyat hefði blandað sér í baráttuna um verðlaunasæti hefði allt gengið upp. Kvyat gleymdi sér eitt augnablik þegar fór að rigna, hann snerist á brautinni og missti af tækifærinu. Kvyat endaði sjötti. „Þetta er í fyrsta skipti síðan í Mónakó sem mér finnst við vera með í keppninni. Við vorum að keppa við Ferrari og Kvyat tók lista vel fram úr Sebastian (Vettel) í Luffield beygjunni. Hefði Daniil ekki snúist hefði hann gert Vettel lífið leitt í baráttunni um þriðja sæti,“ sagði Horner.Hamilton leiddist ekkert að frussa freyðivíninu eftir spennandi keppni og fullkomið þjónustuhlé.Vísir/GettyHvað var Hamilton að gera? „Þegar Lewis tók þjónustuhlé var ég nokkuð viss um að það væru mistök. Aðstæður voru enn á einhverjum mörkum, ég var í raun mjög kátur þegar hann fór inn,“ sagði Nico Rosberg sem tók skamm unna forystu þegar Hamilton tók hið fullkomlega tímasetta þjónustuhlé. Eftir erfiða ræsingu var á brattan að sækja til fyrir báða Mercedes bílana. Williams var í fyrsta og öðru sæti eftir einkar góða ræsingu. Keppnisáætlun Williams og rigning komu sér vel fyrir Mercedes menn.Toto Wolff liðsstjóri Mercedes sagði eftir keppnina að það hefði verið ákvörðun Hamilton að taka þjónustuhlé á þessum tímapunkti. „Ég held þetta sé í fyrsta skipti sem ég tek rétta ákvörðun um tímasetningu þjónustuhlés, vegna þess að ég sá að rigningin var að aukast,“ sagði Hamilton.Felipe Massa á unan Valtteri Bottas, eins og liðið vildi hafa það, Williams leiðin var ekki farin fyrr en of seint.Vísir/GettyVar Valtteri Bottas haldið nauðugum? Williams leiðin er hugtak sem Pat Symonds, tæknistjóri liðsins notaði fyrir ekki löngu síðan. Í því felst að ökumenn Williams liðsins fá alltaf að keppa og verður ekki meinað að taka fram úr hvor öðrum beri það við. „Má ég taka fram úr, ég get það á seinni beina kaflanum,“ spurði Valtteri Bottas óþreyjufullur snemma í keppninni. Hann fékk neitun og missti þar með af tækifærinu. Hefði Bottas geta unnið upp forskot, já sennilega, það leit að minnsta kosti allt út fyrir það. Bottas hafði DRS til afnota fyrir aftan liðsfélaga sinn Felipe Massa og gat notað kjölsog hans á beinum köflum brautarinnar. Finninn er þrátt fyrir það fullviss um að hann hefði byggt upp forskot sem numið hefði um hálfri sekúndu á hring. Seinna kom þó að því að Williams leyfði ökumönnum sínum að keppa en þá var of seint að stinga Mercedes af, Hamilton tók þjónustuhlé og forystuna í einni svipan.Fernando Alonso missti sig vissulega ekki í gleðinni en hann sneri derhúfunni samt öfugt, sem er eitthvað.Vísir/GettyFernando Alonso sleppti gleðskapnumFernando Alonso kveðst „ekkert kátur,“ með sitt fyrsta stig fyrir McLaren-Honda. Hann segist þó skilja þýðingu þess fyrir liðið. „Það er ekki tími til að fagna ennþá því þetta er eina stigi sem ég hef náð í, en auðvitað er gott fyrir liðið að ná í stig. Það léttir aðeins lund margra eftir erfiða mánuði undanfarið. Þessi úrslit eru staðfesting á að framfarir séu að eiga sér stað.Roy Salvadori ók Aston Martin í Formúlu 1 keppni í Hollandi árið 1959. Hann hætti keppni þegar vélin ofhitnaði.Vísir/GettyAston Martin á leið í Formúlu 1? Orðrómur er á kreiki, hversu veikur sem hann er um að Aston Martin stefni á þáttöku í Formúlu 1 á næstu árum. Hugmyndin á bakvið orðróminn er sú að Red Bull klæðist Aston Martin búning og noti þá Mercedes vélar en ekki Renault vélar. Þetta er talin vera eina færa leiðin fyrir Red Bull til að krækja í Mercedes vél. Þetta er áhugaverð hugmynd, svo mikið er víst. Aðspurður vildi Christian Horner ekki slá orðróminn út af borðinu og Toto Wolff segir hurðina opna hjá Mercedes komist slíkur samningur á. Hugsanlega hefur Aston Martin einnig áhuga á að taka yfir Force India eða Williams sem bæði nota Mercedes vél.
Formúla Tengdar fréttir Ricciardo útilokar ekki að fara til Ferrari Hver ekur fyrir Ferrari á næsta ári? Sú spurning brennur á allra vörum. Nú hefur Daniel Ricciardo viðurkennt áhuga á sæti Kimi Raikkonen. 30. júní 2015 23:00 Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes tók þjónustuhlé á ögurstundu og tryggði sér 25 stig. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari tók þjónustuhlé á sama tíma og Hamilton og varð þriðji. 5. júlí 2015 13:29 Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir breska kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 4. júlí 2015 12:27 Bottas: Við höfum yfirhöndina í baráttunni við Ferrari Lewis Hamilton nældi sér í ráspól á heimavelli á Silverstone brautinni í dag. Sinn áttunda á tímabilinu. Einungis Ayrton Senna og Michael Schumacher hafa oftar náð ráspól. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 4. júlí 2015 14:45 Mercedes fljótastir og McLaren áreiðanlegir Nico Rosberg ók Mercedes bíl sínum hraðast allra á seinni æfingadegi Formúlu 1 á Red Bull Ring í Austurríki í gær. Pascal Wehrlein ók hraðast fyrir Mercedes á þriðjudag. McLaren rauf 100 hringja múrinn. 25. júní 2015 22:30 Hamilton vill að allir aðrir en Rosberg vinni keppnir Lewis Hamilton hefur viðurkennt að hann vilji frekar sjá ökumenn annarra liða vinna keppnir en liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg. 28. júní 2015 11:00 Vandi McLaren ekki allur hjá Honda Þróunar- og varaökumaður McLaren, Stoffel Vandoorne segir að til að komast aftur á toppinn þurfi bætingar á öllum sviðum. Skortur á vélarafli sé ekki eini vandinn. 1. júlí 2015 23:00 Nico Rosberg átti daginn á Silverstone Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Hann rétt marði liðsfélaga sinn Lewis Hamilton á fyrri æfingunni. 3. júlí 2015 20:00 Smedley: Við bönnuðum þeim ekki að keppa Lewis Hamilton vann sinn annan breska kappakstur í röð og þriðja á ferlinum. Hann tók þjónustuhlé á hárréttu augnabliki. Hver sagði hvað eftir keppnina? 5. júlí 2015 15:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ricciardo útilokar ekki að fara til Ferrari Hver ekur fyrir Ferrari á næsta ári? Sú spurning brennur á allra vörum. Nú hefur Daniel Ricciardo viðurkennt áhuga á sæti Kimi Raikkonen. 30. júní 2015 23:00
Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes tók þjónustuhlé á ögurstundu og tryggði sér 25 stig. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari tók þjónustuhlé á sama tíma og Hamilton og varð þriðji. 5. júlí 2015 13:29
Lewis Hamilton á ráspól á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól fyrir breska kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 4. júlí 2015 12:27
Bottas: Við höfum yfirhöndina í baráttunni við Ferrari Lewis Hamilton nældi sér í ráspól á heimavelli á Silverstone brautinni í dag. Sinn áttunda á tímabilinu. Einungis Ayrton Senna og Michael Schumacher hafa oftar náð ráspól. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 4. júlí 2015 14:45
Mercedes fljótastir og McLaren áreiðanlegir Nico Rosberg ók Mercedes bíl sínum hraðast allra á seinni æfingadegi Formúlu 1 á Red Bull Ring í Austurríki í gær. Pascal Wehrlein ók hraðast fyrir Mercedes á þriðjudag. McLaren rauf 100 hringja múrinn. 25. júní 2015 22:30
Hamilton vill að allir aðrir en Rosberg vinni keppnir Lewis Hamilton hefur viðurkennt að hann vilji frekar sjá ökumenn annarra liða vinna keppnir en liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg. 28. júní 2015 11:00
Vandi McLaren ekki allur hjá Honda Þróunar- og varaökumaður McLaren, Stoffel Vandoorne segir að til að komast aftur á toppinn þurfi bætingar á öllum sviðum. Skortur á vélarafli sé ekki eini vandinn. 1. júlí 2015 23:00
Nico Rosberg átti daginn á Silverstone Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Hann rétt marði liðsfélaga sinn Lewis Hamilton á fyrri æfingunni. 3. júlí 2015 20:00
Smedley: Við bönnuðum þeim ekki að keppa Lewis Hamilton vann sinn annan breska kappakstur í röð og þriðja á ferlinum. Hann tók þjónustuhlé á hárréttu augnabliki. Hver sagði hvað eftir keppnina? 5. júlí 2015 15:00