Nýr Audi A4 er 120 kg léttari Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2015 16:30 Ný kynslóð Audi A4. Audi kynnti nýverið nýjan A4 bíl sinn, að fimmtu kynslóð, og fer það ekkert á milli mála að þar fer Audi A4, svo líkur er hann forvera sínum, þó aðeins hafi verið skerpt á línum bílsins. Er það líkt á komið og með Audi Q7 jeppann og Audi R8 sportbílinn. Mesta breytingin við A4 er líklega fólgin í mikið minni vigt bílsins því Audi hefur tekist að létta bílinn umtalsvert, eða um 120 kíló, sem er býsna mikið fyrir ekki stærri bíl. Ennfremur hefur Audi tekist að gera loftmótsstöðu bílsins þá lægsta í þessum flokki, eða aðeins 0,23 cd. Hann ætti því að vera fær um keppni við sína helstu samkeppnisbíla, þ.e. BMW 3-línuna og Mercedes Benz C-Class. Audi A4 mun áfram verða í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og í langbaksútfærslu og sem „sedan“-bíll. Vélarkostirnir í nýja bílnum eru 150 til 272 hestafla bensínvélar og 2,0 og 3,0 lítra dísilvélar sem skarta svo lágri eyðslu sem 3,7 lítrum. Eyðsla vélanna hefur lækkað allt að 21% og aflið aukist um allt að 25%. Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent
Audi kynnti nýverið nýjan A4 bíl sinn, að fimmtu kynslóð, og fer það ekkert á milli mála að þar fer Audi A4, svo líkur er hann forvera sínum, þó aðeins hafi verið skerpt á línum bílsins. Er það líkt á komið og með Audi Q7 jeppann og Audi R8 sportbílinn. Mesta breytingin við A4 er líklega fólgin í mikið minni vigt bílsins því Audi hefur tekist að létta bílinn umtalsvert, eða um 120 kíló, sem er býsna mikið fyrir ekki stærri bíl. Ennfremur hefur Audi tekist að gera loftmótsstöðu bílsins þá lægsta í þessum flokki, eða aðeins 0,23 cd. Hann ætti því að vera fær um keppni við sína helstu samkeppnisbíla, þ.e. BMW 3-línuna og Mercedes Benz C-Class. Audi A4 mun áfram verða í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og í langbaksútfærslu og sem „sedan“-bíll. Vélarkostirnir í nýja bílnum eru 150 til 272 hestafla bensínvélar og 2,0 og 3,0 lítra dísilvélar sem skarta svo lágri eyðslu sem 3,7 lítrum. Eyðsla vélanna hefur lækkað allt að 21% og aflið aukist um allt að 25%.
Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent