Fín veiði í Frostastaðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2015 09:00 Vel veiðist við rétt skilyrði hraunsmegin í Frostastaðavatni Veiðimenn sem voru við veiðar í Frostastaðavatni um helgina gerðu fína veiði og það átti við um fleiri sem veiddu vatnið. Mikið líf var í vatninu strax um morguninn á laugardaginn og þegar skilyrðin eru rétt eins og þá gengur bleikjan mjög nálægt landi og þá sérstaklega hraunmegin en einnig er gott að veiða norðanmeginn í vatninu sé vindáttinn norðlæg. Bleikjan sem var að veiðast var kannski ekki sérstaklega stór, mest af henni um eða rétt yfir eitt pund en slangur var þó af 2 punda bleikjum en ekki nema ein stærri en það. Samtals náðu þeir á þrjár stangir 54 bleikjum á laugardeginum og sunnudeginum og misstu mikið enda var takan að sögn mjög grönn. Þetta er góður tími í vötnunum sunnan Tungnaár en þau vötn sem eru mest stunduð eru Frostastaðavatn, Dómadalsvatn, Eskivatn og Ljótipollur en í Ljótapolli má oft ná í væna urriða. Eitt má nefna sérstaklega en það er umgengin við sum vötnin en bjórdósir og annað rusl liggur meðfram bakkanum á nokkrum veiðistöðum og er það heldur döpur aðkoma í þessari veiðiparadís. Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði
Veiðimenn sem voru við veiðar í Frostastaðavatni um helgina gerðu fína veiði og það átti við um fleiri sem veiddu vatnið. Mikið líf var í vatninu strax um morguninn á laugardaginn og þegar skilyrðin eru rétt eins og þá gengur bleikjan mjög nálægt landi og þá sérstaklega hraunmegin en einnig er gott að veiða norðanmeginn í vatninu sé vindáttinn norðlæg. Bleikjan sem var að veiðast var kannski ekki sérstaklega stór, mest af henni um eða rétt yfir eitt pund en slangur var þó af 2 punda bleikjum en ekki nema ein stærri en það. Samtals náðu þeir á þrjár stangir 54 bleikjum á laugardeginum og sunnudeginum og misstu mikið enda var takan að sögn mjög grönn. Þetta er góður tími í vötnunum sunnan Tungnaár en þau vötn sem eru mest stunduð eru Frostastaðavatn, Dómadalsvatn, Eskivatn og Ljótipollur en í Ljótapolli má oft ná í væna urriða. Eitt má nefna sérstaklega en það er umgengin við sum vötnin en bjórdósir og annað rusl liggur meðfram bakkanum á nokkrum veiðistöðum og er það heldur döpur aðkoma í þessari veiðiparadís.
Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði