"Niðurstaðan er mjög sorgleg fyrir Grikkland“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. júlí 2015 23:38 Grískir nei-liðar hafa fagnað í kvöld. Vísir/EPA Grikkir hafa hafnað tillögum kröfuhafa í þjóðaratkvæði með yfir 60% atkvæða. Forsætisráðherra landsins Alexis Tsipras hafði hvatt kjósendur til þess að velja „nei“ og sagði tilboð kröfuhafanna móðgun. Hann vonast til þess að ná samningum sem fela ekki í sér jafnharðar aðhaldsaðgerðir. Þúsundir Grikkja fögnuðu á götum Aþenu í dag eftir að kjörstöðum lokaði. Niðurstaðan setur Grikki óneitanlega í sérstaka stöðu. Það er ekki vitað að svo stöddu hvort þessi útkoma geri það að verkum að Grikkjum verði ýtt út úr evrusamstarfinu og gert að prenta sinn eigin gjaldmiðil að nýju. Það myndi merkja hrikalegar afleiðingar fyrir hagkerfi landsins sem er þegar í molum. Bankar landsins hafa verið lokaðir í viku og nú liggur á að opna þá aftur svo hægt sé að greiða út laun og lífeyri. Grikkir áttu að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mánaðarmót en það tókst ekki eins og þekkt er. Með því varð það fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá hjá sjóðnum. Forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa ekki brugðist við niðurstöðunum. Hins vegar sögðu leiðtogar í Evrópu að ef kjósendur kysu „nei“ myndi það eyðileggja allan grundvöll samningaviðræðna þar sem það myndi sýna að Grikkir væru ekki tilbúnir til að taka þau skref sem þyrfti til að koma fjármálum sínum í lag og efla hagkerfi sitt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande, forseti Frakklands, munu hittast á morgun og ræða niðurstöðurnar. Allir leiðtogar þjóðanna sem nota evruna munu svo funda á þriðjudag. „Niðurstaðan er mjög sorgleg fyrir Grikkland,“ sagði Jeroen Dijsselbloem sem er formaður hóps fjármálaráðherra í evrusamstarfinu. Telur hann grísk stjórnvöld vera að leiða þjóð sína veg vonleysis og biturrar eymdar. Grikkland Tengdar fréttir Eru í vondri stöðu hver sem niðurstaðan verður Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. 5. júlí 2015 20:00 Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Grikkir hafa hafnað tillögum kröfuhafa í þjóðaratkvæði með yfir 60% atkvæða. Forsætisráðherra landsins Alexis Tsipras hafði hvatt kjósendur til þess að velja „nei“ og sagði tilboð kröfuhafanna móðgun. Hann vonast til þess að ná samningum sem fela ekki í sér jafnharðar aðhaldsaðgerðir. Þúsundir Grikkja fögnuðu á götum Aþenu í dag eftir að kjörstöðum lokaði. Niðurstaðan setur Grikki óneitanlega í sérstaka stöðu. Það er ekki vitað að svo stöddu hvort þessi útkoma geri það að verkum að Grikkjum verði ýtt út úr evrusamstarfinu og gert að prenta sinn eigin gjaldmiðil að nýju. Það myndi merkja hrikalegar afleiðingar fyrir hagkerfi landsins sem er þegar í molum. Bankar landsins hafa verið lokaðir í viku og nú liggur á að opna þá aftur svo hægt sé að greiða út laun og lífeyri. Grikkir áttu að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mánaðarmót en það tókst ekki eins og þekkt er. Með því varð það fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá hjá sjóðnum. Forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa ekki brugðist við niðurstöðunum. Hins vegar sögðu leiðtogar í Evrópu að ef kjósendur kysu „nei“ myndi það eyðileggja allan grundvöll samningaviðræðna þar sem það myndi sýna að Grikkir væru ekki tilbúnir til að taka þau skref sem þyrfti til að koma fjármálum sínum í lag og efla hagkerfi sitt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande, forseti Frakklands, munu hittast á morgun og ræða niðurstöðurnar. Allir leiðtogar þjóðanna sem nota evruna munu svo funda á þriðjudag. „Niðurstaðan er mjög sorgleg fyrir Grikkland,“ sagði Jeroen Dijsselbloem sem er formaður hóps fjármálaráðherra í evrusamstarfinu. Telur hann grísk stjórnvöld vera að leiða þjóð sína veg vonleysis og biturrar eymdar.
Grikkland Tengdar fréttir Eru í vondri stöðu hver sem niðurstaðan verður Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. 5. júlí 2015 20:00 Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Eru í vondri stöðu hver sem niðurstaðan verður Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. 5. júlí 2015 20:00
Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31