Fín veiði í nettustu á landsins Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2015 12:00 Baldur með flottann lax úr Gufuá Ein nettasta veiðiá landsins hefur verið að gefa fína veiði síðustu daga og er það alveg í takt við aðrar ár í Borgarfirði. Áin sem lítur út fyrir að vera ósköp saklaus lætur lítið yfir sér þegar ekið er yfir hana upp eftir Norðurádalnum hefur verið í góðum gír og það fékk Baldur Guðmundsson að reyna ásamt félögum sínum en þeir eru nýkomnir úr ánni. "Við veiddum á föstudag og hálfan laugardag á tvær stangir. Náður 12 löxum og misstum annað eins" sagði Baldur þegar við heyrðum í honum í morgun. "Við sáum töluvert af laxi neðarlega í ánni. Á nokkrum stöðum. Það vantar rigningar til að fiskurinn gangi upp fyrir þjóðveg en á neðstu veiðistöðunum skiptir það ekki mála. Þar gætir sjávarfalla og fiskurinn ryðst inn með flóðinu" bætti hann svo við. Laxinn var að taka Rauða Frances og Black Ghost sem er nú yfirleitt betur þekkt sem góð fluga í urriðann en er líka oft notuð í haustveiði á laxi. Gufuá er fyrir þær sakir óvenjuleg veiðiá. Þegar flóðið kemur snýst straumurinn skyndilega við og áin, sem er skipgeng langt upp í land, fyllist af vatni. Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði
Ein nettasta veiðiá landsins hefur verið að gefa fína veiði síðustu daga og er það alveg í takt við aðrar ár í Borgarfirði. Áin sem lítur út fyrir að vera ósköp saklaus lætur lítið yfir sér þegar ekið er yfir hana upp eftir Norðurádalnum hefur verið í góðum gír og það fékk Baldur Guðmundsson að reyna ásamt félögum sínum en þeir eru nýkomnir úr ánni. "Við veiddum á föstudag og hálfan laugardag á tvær stangir. Náður 12 löxum og misstum annað eins" sagði Baldur þegar við heyrðum í honum í morgun. "Við sáum töluvert af laxi neðarlega í ánni. Á nokkrum stöðum. Það vantar rigningar til að fiskurinn gangi upp fyrir þjóðveg en á neðstu veiðistöðunum skiptir það ekki mála. Þar gætir sjávarfalla og fiskurinn ryðst inn með flóðinu" bætti hann svo við. Laxinn var að taka Rauða Frances og Black Ghost sem er nú yfirleitt betur þekkt sem góð fluga í urriðann en er líka oft notuð í haustveiði á laxi. Gufuá er fyrir þær sakir óvenjuleg veiðiá. Þegar flóðið kemur snýst straumurinn skyndilega við og áin, sem er skipgeng langt upp í land, fyllist af vatni.
Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði