Tölvuleikurinn Candy crush náði hápunkti sínum í vinsældum síðla árs 2013 áður en QuizUp skákaði honum. Valgerður ætti því að vera komin ansi langt í leiknum ef hún hefur spilað hann síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið. Fleiri þingmenn hafa verið hrifnir af Candy crush í gegnum tíðina en mikla athygli vakti haustið 2014 hversu langt Vigdís Hauksdóttir hefur náð í leiknum. Hún kláraði leikinn á þessu ári og beið spennt eftir nýjum borðum.
Vigdís sagðist í samtali við Vísi síðastliðinn september grípa í Candy Crush yfir daginn. „Já, það er ágætt að grípa í þetta, til dæmis þegar maður er að hlusta á fólk,“ útskýrir hún en bætir við að hún spili leikinn aldrei inni í þingsal.
„Fyrst og fremst er þessi leikur frábær leið til þess að skerpa á rökhugsuninni,“ bætir þingkonan við.
Sjá einnig: Vigdís Hauksdóttir er afrekskona í Candy Crush
Ekki er vitað að svo stöddu hvort þær Valgerður og Vigdís hafa skipst á lífum í leiknum en Valgerður fékkst ekki til að tjá sig um þessa skemmtifrétt. Hún taldi sjónvarpsklippuna vera gamla en hún var tekin af tökumanni Stöðvar 2 á síðasta fundi Alþingis þetta þingárið í gær.
Þá vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar Ólafur Stefánsson, handboltahetja, sagðist hafa klárað leikinn allan krossbandslitinn.
Hér að neðan má sjá lipra fingur Valgerðar leika um skjáinn.