Bjarni Ben: Tvær leiðir til að horfa á ástandið í stjórnmálum Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. júlí 2015 10:00 Bjarni Benediktsson Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Bjarni segir fólk oft spyrja sig hvort hann sé ekki súr yfir því að mælast með fylgi undir 30 prósentum. „Ég hef farið í gegnum tvær kosningar undir 30 prósentunum. Auðvitað vil ég vera yfir og ég trui því að í næstu kosningum eigum við alla möguleika á að fara vel yfir 30 prósent. Þá er ég bara horfa til þess hvernig okkur er að takast til við að leiða fram okkar stefnumál.“ Bjarni segir tvær leiðir til þess að horfa á ástandið í stjórnmálunum. „Það er annars vegar hægt að segja, Þetta er hræðilegt, við höfum ekki náð okkur á strik. Fylgið er allt einhvers staðar annars staðar og á röngum stað. Svo er hægt að líta þannig á að fylgið sé á mikilli hreyingu og að í því felist gríðarleg tækifæri. Það þýðir að fólk er ekki ákveðið, fólk er að hlusta, það er að spyrja sig, hvar á ég heima?“ Hann segir flokkakerfið ekki úrelt í sínum huga. En þarf að gera breytingar til þess að hleypa að meira beinu lýðræði? „Já. En það mun fara vel með og samhliða fulltrúalýðræðinu. Til þess að vera með öflugt fulltrúalýðræði þá tel ég að við þurfum að hafa öfluga stjórnmálaflokka. Það skiptir máli að fólk viti hvað það er að kjósa og fyrir hvað sem þeir ætla að kjósa, standa, þannig mér finnst flokkakerfið alls ekki vera úrelt.“ Bjarni sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á miðvikudag að hann vildi ljúka þeim þætti stjórnarskrár er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvernig á að vera hægt að kalla eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu? „Það þyrfti að koma fram mjög sterk krafa frá fólkinu í landinu um að eiga síðasta orðið. Það gæti verið 20-25% kosningabærra manna kallaði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þá segi ég að það sé komin mjög sterk krafa. Það verður að vera annað hvort hár þröskuldur fyrir því að lög fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er ég að meina að mjög áberandi stór hluti kjósenda að kalla eftir því eða við verðum að leysa það með þátttökuþröskuldum." Alþingi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Bjarni segir fólk oft spyrja sig hvort hann sé ekki súr yfir því að mælast með fylgi undir 30 prósentum. „Ég hef farið í gegnum tvær kosningar undir 30 prósentunum. Auðvitað vil ég vera yfir og ég trui því að í næstu kosningum eigum við alla möguleika á að fara vel yfir 30 prósent. Þá er ég bara horfa til þess hvernig okkur er að takast til við að leiða fram okkar stefnumál.“ Bjarni segir tvær leiðir til þess að horfa á ástandið í stjórnmálunum. „Það er annars vegar hægt að segja, Þetta er hræðilegt, við höfum ekki náð okkur á strik. Fylgið er allt einhvers staðar annars staðar og á röngum stað. Svo er hægt að líta þannig á að fylgið sé á mikilli hreyingu og að í því felist gríðarleg tækifæri. Það þýðir að fólk er ekki ákveðið, fólk er að hlusta, það er að spyrja sig, hvar á ég heima?“ Hann segir flokkakerfið ekki úrelt í sínum huga. En þarf að gera breytingar til þess að hleypa að meira beinu lýðræði? „Já. En það mun fara vel með og samhliða fulltrúalýðræðinu. Til þess að vera með öflugt fulltrúalýðræði þá tel ég að við þurfum að hafa öfluga stjórnmálaflokka. Það skiptir máli að fólk viti hvað það er að kjósa og fyrir hvað sem þeir ætla að kjósa, standa, þannig mér finnst flokkakerfið alls ekki vera úrelt.“ Bjarni sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á miðvikudag að hann vildi ljúka þeim þætti stjórnarskrár er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvernig á að vera hægt að kalla eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu? „Það þyrfti að koma fram mjög sterk krafa frá fólkinu í landinu um að eiga síðasta orðið. Það gæti verið 20-25% kosningabærra manna kallaði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þá segi ég að það sé komin mjög sterk krafa. Það verður að vera annað hvort hár þröskuldur fyrir því að lög fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er ég að meina að mjög áberandi stór hluti kjósenda að kalla eftir því eða við verðum að leysa það með þátttökuþröskuldum."
Alþingi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira