Þetta segir hún við mynd sem hún setti á Instagram þar sem sjá má að þingkonan unga teiknaði kú á fundardagskrá dagsins í dag. Segja má að hún sé einkar lagin með pennann.
Jóhanna María ólst eins og kunnugt er upp í sveit og væri að öllum líkindum bóndi í fullu starfi hefði þingmennskan ekki kallað á hana. Hún er menntaður búfræðingur og hugurinn reikar greinilega til húsdýranna á löngum fundum á Alþingi. Lesendur Vísis þurfa því ekki að velta því fyrir sér hvað liggur að baki teikningar Hönnu líkt og tilfellið er með mynd Sigmundar Davíðs.
