Fræhrökkbrauð með feta-og sítrónumauki sigga dögg skrifar 6. júlí 2015 15:00 Vísir/Skjáskot Svava bloggar um mat á vefsíðunni Ljúmeti og lekkerheit og má þar finna ógrynni af uppskriftum, bæði hollum og líka dísætum. Þessi réttur er kjörin til að taka með sér í útileguna eða sumarbústaðinn eða bara til að hafa sem saðsamt en létt og hollt nasl á borðum. Fræhrökkbrauð 0,5 dl sesamfræ 0,5 dl hörfræ 3/4 dl sólblómafræ 1/4 dl graskersfræ 2 dl maísmjöl 0,5 dl ólífuolía 2-2,5 dl sjóðandi vatn gróft salt, t.d. maldonsalt rósmarín Aðferð Hitið ofninn í 150°. Setjið öll hráefni fyrir utan vatnið í skál og hrærið saman. Hellið sjóðandi vatni yfir (ég nota á milli 2 og 2,5 dl) og hrærið saman í deig. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og setjið deigið yfir. Notið sleikju og dreifið úr deiginu þannig að það fylli út í bökunarplötuna (reynið að ná því eins þunnt og þið getið). Stráið salti og rósmarín yfir og bakið í 45 mínútur. Það má brjóta hrökkbrauðið í óreglulega bita þegar það hefur kólnað en ef þið viljið fá reglulegri hrökkbrauðssneiðar þá er betra að skera það með pizzaskera áður en það fer í ofninn. Hrökkbrauð með ídýfu frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheitVísir/Skjáskot Feta- og sítrónumauk 200 g fetakubbur 1 msk rifið sítrónuhýði (passið að taka bara ysta lagið, ekki rífa sítrónuna djúpt niður) 1-2 msk ferskur sítrónusafi 1 hvítlauksrif, hakkað 6 msk extra virgin ólífuolía smá af rauðum piparflögum (t.d. chili explotion krydd) Aðferð Setjið fetaostinn, sítrónuhýðið, 1 msk af sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu í matvinnsluvél og látið vélina ganga þar allt hefur blandast vel en er enn með aðeins grófri áferð. Smakkið til, ef hræran er of sölt þá er meiri sítrónu bætt við. Setjið í skál, sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið með rauðum piparflögum. Nú er bara að bera fram og njóta! Brauð Uppskriftir Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Svava bloggar um mat á vefsíðunni Ljúmeti og lekkerheit og má þar finna ógrynni af uppskriftum, bæði hollum og líka dísætum. Þessi réttur er kjörin til að taka með sér í útileguna eða sumarbústaðinn eða bara til að hafa sem saðsamt en létt og hollt nasl á borðum. Fræhrökkbrauð 0,5 dl sesamfræ 0,5 dl hörfræ 3/4 dl sólblómafræ 1/4 dl graskersfræ 2 dl maísmjöl 0,5 dl ólífuolía 2-2,5 dl sjóðandi vatn gróft salt, t.d. maldonsalt rósmarín Aðferð Hitið ofninn í 150°. Setjið öll hráefni fyrir utan vatnið í skál og hrærið saman. Hellið sjóðandi vatni yfir (ég nota á milli 2 og 2,5 dl) og hrærið saman í deig. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og setjið deigið yfir. Notið sleikju og dreifið úr deiginu þannig að það fylli út í bökunarplötuna (reynið að ná því eins þunnt og þið getið). Stráið salti og rósmarín yfir og bakið í 45 mínútur. Það má brjóta hrökkbrauðið í óreglulega bita þegar það hefur kólnað en ef þið viljið fá reglulegri hrökkbrauðssneiðar þá er betra að skera það með pizzaskera áður en það fer í ofninn. Hrökkbrauð með ídýfu frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheitVísir/Skjáskot Feta- og sítrónumauk 200 g fetakubbur 1 msk rifið sítrónuhýði (passið að taka bara ysta lagið, ekki rífa sítrónuna djúpt niður) 1-2 msk ferskur sítrónusafi 1 hvítlauksrif, hakkað 6 msk extra virgin ólífuolía smá af rauðum piparflögum (t.d. chili explotion krydd) Aðferð Setjið fetaostinn, sítrónuhýðið, 1 msk af sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu í matvinnsluvél og látið vélina ganga þar allt hefur blandast vel en er enn með aðeins grófri áferð. Smakkið til, ef hræran er of sölt þá er meiri sítrónu bætt við. Setjið í skál, sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið með rauðum piparflögum. Nú er bara að bera fram og njóta!
Brauð Uppskriftir Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira