Foreldrar grættu dómara í úrslitaleik á Símamótinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. júlí 2015 17:42 Frá símamótinu í fyrra. Foreldrarnir sem sjást á myndinni eru ekki þeir sem um er rætt í fréttinni. vísir/pjetur „Þetta var í einum úrslitaleiknum í sjöunda flokki og foreldrum varð heitt í hamsi,“ segir Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. „Í kjölfarið létu þau orð falla í garð dómarans sem á endanum brotnaði niður.“ Atvikið átti sér stað á Símamótinu sem haldið er fyrir stelpur í fimmta, sjötta og sjöunda flokki. Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir, sem jafnframt er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, vakti athygli á því á Twitter. Þar segir hún að dómari leiksins hafi grátið eftir gagnrýni foreldranna og skammaði þá fyrir framgöngu sína.Foreldrar í 7.flokki kvk a símamótinu fengu dómarann til að fella tár, skammist ykkar ! — Fanndís Friðriks (@fanndis90) July 19, 2015 „Það gleymist oft að það eru ekki aðeins leikmennirnir sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni heldur líka dómararnir. Þegar þeir höfðu áttað sig á því hvað þau höfðu gert gengu þau inn á völlinn og hughreystu dómarann.“ Fyrir skemmstu fór Knattspyrnusamband Íslands af stað með átakið Ekki tapa þér! sem beint var til foreldra sem rífast og skammast á meðan leikjum þeirra liða stendur. Borghildur segir að sambærileg atvik hafi átt sér stað á öðrum mótum ungmenna í sumar en hún merki samt mun á hegðan foreldra. „Það er alltaf einn og einn svartur sauður en almennt séð hefur þetta gengið mjög vel. Það voru ekki jafnmörg atvik á þessu móti og hefur oft verið. Aðstandendur þeirra félaga sem tengdust þessu atviki hafa líka hringt og beðist afsökunar á framgöngu foreldranna,“ segir Borghildur. Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira
„Þetta var í einum úrslitaleiknum í sjöunda flokki og foreldrum varð heitt í hamsi,“ segir Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. „Í kjölfarið létu þau orð falla í garð dómarans sem á endanum brotnaði niður.“ Atvikið átti sér stað á Símamótinu sem haldið er fyrir stelpur í fimmta, sjötta og sjöunda flokki. Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir, sem jafnframt er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, vakti athygli á því á Twitter. Þar segir hún að dómari leiksins hafi grátið eftir gagnrýni foreldranna og skammaði þá fyrir framgöngu sína.Foreldrar í 7.flokki kvk a símamótinu fengu dómarann til að fella tár, skammist ykkar ! — Fanndís Friðriks (@fanndis90) July 19, 2015 „Það gleymist oft að það eru ekki aðeins leikmennirnir sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni heldur líka dómararnir. Þegar þeir höfðu áttað sig á því hvað þau höfðu gert gengu þau inn á völlinn og hughreystu dómarann.“ Fyrir skemmstu fór Knattspyrnusamband Íslands af stað með átakið Ekki tapa þér! sem beint var til foreldra sem rífast og skammast á meðan leikjum þeirra liða stendur. Borghildur segir að sambærileg atvik hafi átt sér stað á öðrum mótum ungmenna í sumar en hún merki samt mun á hegðan foreldra. „Það er alltaf einn og einn svartur sauður en almennt séð hefur þetta gengið mjög vel. Það voru ekki jafnmörg atvik á þessu móti og hefur oft verið. Aðstandendur þeirra félaga sem tengdust þessu atviki hafa líka hringt og beðist afsökunar á framgöngu foreldranna,“ segir Borghildur.
Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira