70 laxar veiðast á dag í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 19. júlí 2015 10:36 Bjarki leiðsögumaður við Ytri Rangá með stórlax úr Djúpós. Ytri Rangá hefur verið að gefa vel síðustu daga og mikil aukning er á göngum í ánna sem þó er víða orðin full af laxi. Þeir sem hafa veitt í Ytri Rangá þekkja hana ekki sem einhverja sérstaka stórlaxaá þó hún hafi alltaf gefið stóra laxa af og til en þetta árið hefur þetta breyst mikið enda hafa mun fleiri stórlaxar veiðst þetta árið en á sama tíma og í fyrra. Það er mjög mikið af 80-90 sm löxum sem veiddust frá opnun og fóru í klakkistur og verða þeir notaðir til að ala undan þeim seiði en almennt er kenningin sú að stórlax gefi af sér stórlax. Þetta virðist klárlega vera að gefa góða raun en þetta hefur verið gert í Eystri Rangá undir leiðsögn Einars Lúðvíkssonar með mjög góðum árangri. 70-80 laxar veiðast á dag í Ytri ánni eins og er og þessi tala hækkar dag frá degi og það styttist verulega í fyrstu 100+ laxa dagana því áin er þekkt fyrir sterkar smálaxagöngur sem yfirleitt koma í ánna um seinni hluta júlí. Það er engin leið að spá fyrir um veiðina á þessum tímapunkti í ánna en allt bendir til þess að um gott sumar sé að ræða og auðvitað sérstaklega gleðilegt þegar stórlaxahlutfallið er hátt því það er jú það sem veiðimenn sækjast eftir, að berjast við þann stóra. Dæmi eru um að einn veiðimaður sé með allt að 22 laxa landaða og annað eins sem sleppur af í þriggja daga veiði og það er auðvitað ekkert annað en veisla. Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Ytri Rangá hefur verið að gefa vel síðustu daga og mikil aukning er á göngum í ánna sem þó er víða orðin full af laxi. Þeir sem hafa veitt í Ytri Rangá þekkja hana ekki sem einhverja sérstaka stórlaxaá þó hún hafi alltaf gefið stóra laxa af og til en þetta árið hefur þetta breyst mikið enda hafa mun fleiri stórlaxar veiðst þetta árið en á sama tíma og í fyrra. Það er mjög mikið af 80-90 sm löxum sem veiddust frá opnun og fóru í klakkistur og verða þeir notaðir til að ala undan þeim seiði en almennt er kenningin sú að stórlax gefi af sér stórlax. Þetta virðist klárlega vera að gefa góða raun en þetta hefur verið gert í Eystri Rangá undir leiðsögn Einars Lúðvíkssonar með mjög góðum árangri. 70-80 laxar veiðast á dag í Ytri ánni eins og er og þessi tala hækkar dag frá degi og það styttist verulega í fyrstu 100+ laxa dagana því áin er þekkt fyrir sterkar smálaxagöngur sem yfirleitt koma í ánna um seinni hluta júlí. Það er engin leið að spá fyrir um veiðina á þessum tímapunkti í ánna en allt bendir til þess að um gott sumar sé að ræða og auðvitað sérstaklega gleðilegt þegar stórlaxahlutfallið er hátt því það er jú það sem veiðimenn sækjast eftir, að berjast við þann stóra. Dæmi eru um að einn veiðimaður sé með allt að 22 laxa landaða og annað eins sem sleppur af í þriggja daga veiði og það er auðvitað ekkert annað en veisla.
Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði