Golf

Grenjandi rigning á St. Andrews | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Mótshaldarar hafa ákveðið að fresta keppni á öðrum keppnisdegi Opna breska meistaramótsins í golfi um klukkustund. Áætlað er að fyrstu kylfingar dagsins verði ræstir út klukkan 09.00.

Það hefur rignt mikið á St. Andrews vellinum í Skotlandi og er nú unnið hörðum höndum að því að ryðja vatn af vellinum. Gríðarstórir pollar hafa safnast saman á vellinum en vonir standa til að rigningin hætti innan tíðar og hægt verði að halda leik áfram.

Dustin Johnson er með forystu á mótinu eftir fyrsta keppnisdag en hann lék á 65 höggum í gær, sjö undir pari vallarins. Jordan Spieth byrjaði daginn af gríðarlegum krafti en missti tvö högg á seinni níu holunum og er á fimm undir pari.

Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni en útsending er þegar hafin.


Tengdar fréttir

Opna breska hafið - Spieth fer vel af stað

Svíinn David Lingmerth er efstur eftir þriggja klukkutíma leik á Opna breska en margir af bestu kylfingum heims hefja leik á næstu klukkutímum. Jordan Spieth byrjaði með tveimur fuglum en Tiger Woods fékk skolla á fyrstu holu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×