Aníta Hinriksdóttir kom fyrst í mark í þriðja riðli undanrása 800 metra hlaups kvenna á Evrópumóti 19 ára og yngri sem nú stendur yfir í Eskilstuna í Svíþjóð.
Hún náði besta tímanum af öllum sem hlupu í undanrásunum og komst auðveldlega í úrslitahlaupið sem fram fer á laugardaginn klukkan 15.15.
Aníta tók forystuna eftir 200 metra og stakk keppinauta sína af. Hún kláraði fyrri hringinn á 1:00,64 mínútum og kom í mark á 2:05,01 mínútum.
Þjóðverjinn Mareen Kalis varð önnur í þriðja undanriðli á 2:05,47 mínútum og Ítalinn Irene Vian varð þriðja á 2:07,55 mínútum.
Aníta er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á mótinu fyrir tveimur árum. Hún á besta tíma allra keppenda og þann besta á þessu ári.
Belginn Renée Eykens kom fyrst í mark í fyrsta riðli, en hún hljóp á 2:06,31 mínútum. Eykens hafði betur gegn Anítu á Junior Gala-mótinu í Mannheim á dögunum.
Molly Long frá Bretlandi varð í öðru sæti í fyrsta riðli, en hún kom í mark á tímanum 2:06,87. Portúgalinn Salomé Afonso varð þriðja á 2:07,72.
Þjóðverjinn Sarah Schmidt vann riðil tvö er hún kom í mark á 2:05,85 mínútum og í öðru sæti varð Mhairi Hendry frá Bretlandi á 2:06,21 mínútu. Corane Gazeau frá Frakklandi varð þriðja á 2:07,15 mínútum.
Smelltu hér til að sjá beina útsendingu frá keppninni.
Aníta auðveldlega í úrslit
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn



Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti