Erlent

Telur líklegt að boðað verði til kosninga í Grikklandi í haust

Atli Ísleifsson skrifar
Nikos Voutsis, innanríkisráðherra Grikklands, og Alexis Tsipras forsætisráðherra.
Nikos Voutsis, innanríkisráðherra Grikklands, og Alexis Tsipras forsætisráðherra. Vísir/AFP
Nikos Voutsis, innanríkisráðherra Grikklands, segir líklegt að boðað verði til þingkosninga í Grikklandi í september eða október.

Voutsis lætur orðin falla daginn eftir að grískur þingheimur samþykkti með miklum meirihluta fjögur lagafrumvörp sem eru forsenda þess að neyðarlán berist stjórnvöldum frá Evrópusambandinu og öðrum lánardrottnum.

Fjármálaráðherrar evruríkjanna gáfu í morgun grænt ljós á að veita Grikkjum sjö milljarða evra brúarlán til að bjargar efnahag landsins, þar til nýtt neyðarlán verður samþykkt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×