Næstvinsælasta myndin er Mýrin eftir Baltasar Kormák, sem frumsýnd var 2006, en rúmlega 81.000 manns sáu hana. Aðrar myndir Baltasars á listanum eru Hafið (6. sæti), Brúðguminn (7. sæti) og Djúpið (8. sæti).
Bjarnfreðarson eftir Ragnar Bragason er þriðja vinælasta myndin, Svartur á leik í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar er í fjórða, Djöflaeyjan eftir Friðrik Þór í því fimmta, í níunda sæti er svo Astrópía eftir Gunnar B. Guðmundsson og Algjör sveppi og dularfulla hótelherbergið eftir Braga Þór Hinriksson er í 10. sæti.
Frétt um listinn er að finna á vef Hagstofunnar. Þar kemur fram að á tímabilinu 1996-2013 hafi verið frumsýndar 87 íslenskar leiknar kvikmyndir í fullri lengd. Helmingur þeirra fékk innan við 10.000 sýningargesti en gestafjöldi að meðaltali á mynd var rúmlega 17.000 manns. Alls var aðsóknin á allar myndirnar 87 1.511.483 gestir. Listann í heild sinni má síðan nálgast á vefnum Klapptré.
Hér að neðan má sjá eitt þekktasta atriðið úr vinsælustu myndinni, Englum alheimsins.