Atkvæðagreiðslu hjúkrunarfræðinga lokið: „Líklegra að þetta verði fellt frekar en hitt“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2015 11:33 Hjúkrunarfræðingar hafa almennt verið neikvæðir í garð kjarasamnings við ríkið. Vísir „Mér finnst nú líklegra að þetta verði fellt frekar en hitt, miðað við hvað ég heyri af félagsmönnum. En maður veit aldrei þar sem stór hluti var mjög tvístígandi,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, um atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga við ríkið. Skiptar skoðanir hafa verið á samningnum sem kosið er um en komið hefur fram í fréttum að hann hafi ekki komið til móts við kröfur samninganefndar hjúkrunarfræðinga. Ákveðið var þó að samþykkja samninginn þar sem stefndi í að Gerðardómur tæki ákvörðun um kjör stéttarinnar samkvæmt lögum Alþingis sem bundu enda á verkfall hjúkrunarfræðinga. Góð þátttaka hefur verið í atkvæðagreiðslunni. „Ég hef ekki athugað stöðuna í dag en hún var um sjötíu prósent í gær,“ segir hann. Atkvæðagreiðslan hefur staðið síðan 4. júlí en henni lýkur núna á hádegi. „Félagsmenn geta kosið til 11.59,“ segir Ólafur en kosning er rafræn. Kjörsókn hjúkrunarfræðinga hefur í gegnum tíðina verið talin góð en að sögn Ólafs hefur hún verið milli fimmtíu og sextíu prósent. Það eru því ívið fleiri hjúkrunarfræðingar sem taka afstöðu hvað varðar þennan kjarasamning sem liggur á borðinu núna en áður þrátt fyrir góða þátttöku á árum áður. Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður 23. júní síðastliðinn.Uppfært klukkan 12.01 Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
„Mér finnst nú líklegra að þetta verði fellt frekar en hitt, miðað við hvað ég heyri af félagsmönnum. En maður veit aldrei þar sem stór hluti var mjög tvístígandi,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, um atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning hjúkrunarfræðinga við ríkið. Skiptar skoðanir hafa verið á samningnum sem kosið er um en komið hefur fram í fréttum að hann hafi ekki komið til móts við kröfur samninganefndar hjúkrunarfræðinga. Ákveðið var þó að samþykkja samninginn þar sem stefndi í að Gerðardómur tæki ákvörðun um kjör stéttarinnar samkvæmt lögum Alþingis sem bundu enda á verkfall hjúkrunarfræðinga. Góð þátttaka hefur verið í atkvæðagreiðslunni. „Ég hef ekki athugað stöðuna í dag en hún var um sjötíu prósent í gær,“ segir hann. Atkvæðagreiðslan hefur staðið síðan 4. júlí en henni lýkur núna á hádegi. „Félagsmenn geta kosið til 11.59,“ segir Ólafur en kosning er rafræn. Kjörsókn hjúkrunarfræðinga hefur í gegnum tíðina verið talin góð en að sögn Ólafs hefur hún verið milli fimmtíu og sextíu prósent. Það eru því ívið fleiri hjúkrunarfræðingar sem taka afstöðu hvað varðar þennan kjarasamning sem liggur á borðinu núna en áður þrátt fyrir góða þátttöku á árum áður. Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður 23. júní síðastliðinn.Uppfært klukkan 12.01
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15 Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11
Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning. 6. júlí 2015 12:15
Bjarni Ben: Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann Bjarni Ben var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu 5. júlí 2015 11:00