Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 15. júlí 2015 07:49 Áform um nýjar ríkisstöðvar Landsbankans eru umdeild en að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þeim. Flestir sem fréttastofa tók tali úr röðum almennings voru þeirrar skoðunar að áformin væru misráðin eða hreinlega fáránleg. Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við austurhöfn Reykjavíkurhafnar verði 16000 fermetrar að stærð eða tvöfalt stærri en höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Kostnaður við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans er áætlaður átta milljarðar króna en Landsbankinn hafnaði talsvert ódýrari lóðarkostum eins og Fiskislóð úti á Granda. Að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þessum fyrirætlunum Landsbankans, Guðlaugur Þór Þórðarson og Frosti Sigurjónsson. Guðlaugur sagði að áformin væru út í hött. Frosti telur að almenningur muni að lokum bera kostnaðinn af þessu í formi hærri þjónustugjalda. Landsbankinn er alfarið í eigu íslenska ríkisins og þar með íslenskra skattgreiðenda. Það er því eðlileg tað kanna hver afstaða eigandans er – það er að segja almennings. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, fór á stúfana í gær og fékk nokkra vegfarendur af handahófi til þess að svara spurningunni:Hvað finnst þér um þau áform Landsbankans að ætla að reisa 16.500 fermetra höfuðstöðvar við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur? Könnunin er að sjálfsögðu ekki vísindaleg og það er oftast erfitt að fá fólk til að svara í könnunum af þessu tagi. En allir voru spurðir sömu spurningarinnar og öll svör voru birt. Svörin má sjá í fréttinni hér að ofan. „Tel reyndar að bankinn eigi að vera með höfuðstöðvar allar á einum stað. En hvort þetta er rétti staðurinn, það verður eiginlega að skoðast betur,“ sagði Kristinn Kristinsson. „Mér finnst þetta alveg út í hött. Algjörlega. Að byggja svona höll undir þetta,mér finnst það bara út í hött,“ sagði Sigurjón Bolli Sigurjónsson. „Bara flott, flottur staður inni í miðri Reykjavík. Alveg æðislegt,“ sagði Guðveig Sigurðardóttir. „Mér finnst það hálfgalið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðjónsson. „Mér finnst þetta afskaplega taktlaust, þessi banki er nýbúinn að fara á rassgatið og tapa fleiri hundruð milljörðum og að ætla að fara að byggja hús fyrir átta milljarða. Ég bara skil þetta ekki,“ sagði Gísli Valtýsson. „Mér finnst þetta rangt í kjölfar þess sem gerðist hér fyrir nokkrum árum síðan, í kjölfar hrunsins,“ sagði Pétur Júlíus Óskarsson. „Ja staðsetningin er náttúrulega ekkert svo slæm en kostnaðurinn við þetta er algjört rugl og við vitum alveg hver borgar brúsann á endanum, það eru bara viðskiptavinirnir,“ sagði Þormóður Sigurðsson. „Mér finnst þetta kannski svolítið vanhugsuð ákvörðun núna þegar það er svona ástand í þjóðfélaginu eins og er, þetta er kannski svolítið dýr framkvæmd sem þeir eru að fara út í,“ sagði Halla Sif Guðlaugsdóttir. „Mér finnst hún eiginlega bara fáránleg. Ég hef svosem ekkert meira um það að segja,“ sagði Pétur Ingjaldsson. „Mér finnst þetta fullkomin veruleikafirring og bara þetta er svo mikil tímaskekkja. Það er eins og þeir hafi ekki lært neitt af hruninu, þetta er bara taktlaust,“ sagði Sigurður Þór Helgason. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Áform um nýjar ríkisstöðvar Landsbankans eru umdeild en að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þeim. Flestir sem fréttastofa tók tali úr röðum almennings voru þeirrar skoðunar að áformin væru misráðin eða hreinlega fáránleg. Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við austurhöfn Reykjavíkurhafnar verði 16000 fermetrar að stærð eða tvöfalt stærri en höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Kostnaður við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans er áætlaður átta milljarðar króna en Landsbankinn hafnaði talsvert ódýrari lóðarkostum eins og Fiskislóð úti á Granda. Að minnsta kosti tveir stjórnarþingmenn hafa lýst sig andsnúna þessum fyrirætlunum Landsbankans, Guðlaugur Þór Þórðarson og Frosti Sigurjónsson. Guðlaugur sagði að áformin væru út í hött. Frosti telur að almenningur muni að lokum bera kostnaðinn af þessu í formi hærri þjónustugjalda. Landsbankinn er alfarið í eigu íslenska ríkisins og þar með íslenskra skattgreiðenda. Það er því eðlileg tað kanna hver afstaða eigandans er – það er að segja almennings. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, fór á stúfana í gær og fékk nokkra vegfarendur af handahófi til þess að svara spurningunni:Hvað finnst þér um þau áform Landsbankans að ætla að reisa 16.500 fermetra höfuðstöðvar við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur? Könnunin er að sjálfsögðu ekki vísindaleg og það er oftast erfitt að fá fólk til að svara í könnunum af þessu tagi. En allir voru spurðir sömu spurningarinnar og öll svör voru birt. Svörin má sjá í fréttinni hér að ofan. „Tel reyndar að bankinn eigi að vera með höfuðstöðvar allar á einum stað. En hvort þetta er rétti staðurinn, það verður eiginlega að skoðast betur,“ sagði Kristinn Kristinsson. „Mér finnst þetta alveg út í hött. Algjörlega. Að byggja svona höll undir þetta,mér finnst það bara út í hött,“ sagði Sigurjón Bolli Sigurjónsson. „Bara flott, flottur staður inni í miðri Reykjavík. Alveg æðislegt,“ sagði Guðveig Sigurðardóttir. „Mér finnst það hálfgalið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðjónsson. „Mér finnst þetta afskaplega taktlaust, þessi banki er nýbúinn að fara á rassgatið og tapa fleiri hundruð milljörðum og að ætla að fara að byggja hús fyrir átta milljarða. Ég bara skil þetta ekki,“ sagði Gísli Valtýsson. „Mér finnst þetta rangt í kjölfar þess sem gerðist hér fyrir nokkrum árum síðan, í kjölfar hrunsins,“ sagði Pétur Júlíus Óskarsson. „Ja staðsetningin er náttúrulega ekkert svo slæm en kostnaðurinn við þetta er algjört rugl og við vitum alveg hver borgar brúsann á endanum, það eru bara viðskiptavinirnir,“ sagði Þormóður Sigurðsson. „Mér finnst þetta kannski svolítið vanhugsuð ákvörðun núna þegar það er svona ástand í þjóðfélaginu eins og er, þetta er kannski svolítið dýr framkvæmd sem þeir eru að fara út í,“ sagði Halla Sif Guðlaugsdóttir. „Mér finnst hún eiginlega bara fáránleg. Ég hef svosem ekkert meira um það að segja,“ sagði Pétur Ingjaldsson. „Mér finnst þetta fullkomin veruleikafirring og bara þetta er svo mikil tímaskekkja. Það er eins og þeir hafi ekki lært neitt af hruninu, þetta er bara taktlaust,“ sagði Sigurður Þór Helgason.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira