Klukkan 11:50 að íslenskum tíma flaug geimfarið New Horizons framhjá dvergreikistjörnunni Plútó. Geimfarið hefur verið á ferðalagi í níu og hálft ár og ferðast um fimm milljarða kílómetra.
Farið var á um 50 þúsund km/klst hraða þegar það þaut framhjá Plútó. Fólk mun þurfa að bíða í nokkra stund eftir fyrstu myndum af reikistjörnunni en af myndum sem farið hefur sent til baka á ferðalagi sínu hefur verið hægt að greina landslag á hnettinum af nokkurri nákvæmni.
Hér að neðan má sjá beina útsendingu NASA þar sem tímamótunum er fagnað. Framundan er blaðamannafundur klukkan 12:15 að íslenskum tíma þar sem áfanganum verður gerð frekari skil.
Broadcast live streaming video on Ustream