Golf

Ísland tapaði naumlega gegn Noregi um laust sæti í efstu deild á EM

Íslenska karlalandsliðið í golfi náði ekki að tryggja sér sæti í efstu deild á Evrópumeistaramótinu.
Íslenska karlalandsliðið í golfi náði ekki að tryggja sér sæti í efstu deild á Evrópumeistaramótinu. vísir/golf.is
Íslenska karlalandsliðið í golfi tapaði í naumlega gegn Norðmönnum í úrslitaleik um að komast í efstu deild á Evrópumeistaramótinu á næsta ári. Mótið fór fram í Póllandi.

Ísland tapaði gegn Austurríki í gær og var þar með í þeirri stöðu að leika til úrslita gegn Noregi um 3. sætið í 2. deild á EM í dag. Viðureignin var mjög spennandi og réðust úrslit í þremur leikjum af alls fimm í bráðabana.

Þrjú efstu sætin eru örugg um að komast í efstu deild að ári. Noregur fylgir því Austurríki og Portúgal í efstu deild að ári en Ísland situr eftir með sárt ennið.

Kvennalandsliðið lék í efstu deild á EM í Danmörku og endaði í 19. sæti.

U-18 ára piltalandsliðið endaði í 16. sæti á EM sem fram fór í Finnlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×