Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. júlí 2015 20:23 Óvíst er hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu sem gæti fylgt útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu eftir að hafa þurft að þola fimm ár af niðurskurði, segja sérfræðingar í efnahagsmálum í Grikklandi. Ljóst er að Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands vill gera allt til að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. Militiadis Gkouzouris, efnahags- og fjármálaráðgjafi, rekur fyrirtækið Costwise sem starfar bæði innan Grikklands og á alþjóðlegum vettvangi. „Útganga Grikklands er það versta sem gæti komið fyrir. Það myndi þýða að við þyrftum að byrja upp á nýtt sem ný þjóð sem er eitthvað sem er ekki æskilegt fyrir neinn. Það þýddi að við þyrftum að gera alla milliríkjasamninga upp á nýtt, samninga við önnur lönd og stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar, Nato og svo framvegi,“ sagði Gkouzouris í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Auk þess hefðum við nýjan gjaldmiðil sem væri verðlaus. Það tæki mörg ár áður en hann væri einhvers virði. Það þýddi fátækt þegar í stað fyrir marga, vöruskort þegar í stað hvað varðar mat, eldsneyti og svo framvegis. Það myndu skapast aðstæður sem líktust frekar stríðssvæði en efnhagsvanda,“ sagði hann ennfremur. Nick Malkotuzis, ritstjóri Macropolis og aðstoðarritstjóri Kathimerina, tók í sama streng. „Það eru sennilega sterkustu rökin gegn því að fara úr evrusamstarfinu að við höfum þegar gengið í gegnum fimm ára samdrátt og erfiðar efnahagsaðgerðir. Ef við værum að byrja í dag og segðum að við skyldum skipta alveg mætti kannski ræða það,“ sagði Malkoutiz og bætti við: „En eftir þessi fimm ár og ætla svo að hætta með evruna og ganga í gegnum eitt eða tvö ár, hver veit, enn erfiðari tíma til að komast í stöðu þar sem hlutirnir yrðu kannski skárri, það er mjög mikil áhætta.“ Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00 Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns. 10. júlí 2015 23:03 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Sjá meira
Óvíst er hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu sem gæti fylgt útgöngu þeirra úr evrusamstarfinu eftir að hafa þurft að þola fimm ár af niðurskurði, segja sérfræðingar í efnahagsmálum í Grikklandi. Ljóst er að Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands vill gera allt til að halda Grikkjum innan evrusamstarfsins. Militiadis Gkouzouris, efnahags- og fjármálaráðgjafi, rekur fyrirtækið Costwise sem starfar bæði innan Grikklands og á alþjóðlegum vettvangi. „Útganga Grikklands er það versta sem gæti komið fyrir. Það myndi þýða að við þyrftum að byrja upp á nýtt sem ný þjóð sem er eitthvað sem er ekki æskilegt fyrir neinn. Það þýddi að við þyrftum að gera alla milliríkjasamninga upp á nýtt, samninga við önnur lönd og stofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar, Nato og svo framvegi,“ sagði Gkouzouris í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Auk þess hefðum við nýjan gjaldmiðil sem væri verðlaus. Það tæki mörg ár áður en hann væri einhvers virði. Það þýddi fátækt þegar í stað fyrir marga, vöruskort þegar í stað hvað varðar mat, eldsneyti og svo framvegis. Það myndu skapast aðstæður sem líktust frekar stríðssvæði en efnhagsvanda,“ sagði hann ennfremur. Nick Malkotuzis, ritstjóri Macropolis og aðstoðarritstjóri Kathimerina, tók í sama streng. „Það eru sennilega sterkustu rökin gegn því að fara úr evrusamstarfinu að við höfum þegar gengið í gegnum fimm ára samdrátt og erfiðar efnahagsaðgerðir. Ef við værum að byrja í dag og segðum að við skyldum skipta alveg mætti kannski ræða það,“ sagði Malkoutiz og bætti við: „En eftir þessi fimm ár og ætla svo að hætta með evruna og ganga í gegnum eitt eða tvö ár, hver veit, enn erfiðari tíma til að komast í stöðu þar sem hlutirnir yrðu kannski skárri, það er mjög mikil áhætta.“
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00 Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns. 10. júlí 2015 23:03 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Sjá meira
Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00
Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns. 10. júlí 2015 23:03
Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27
Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29
Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“