Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2015 19:18 Ómar Ragnarsson gefur ekki mikið fyrir hugmyndir um byggingu nýju höfuðstöðvanna en tillaga að þessu útliti var sett fram árið 2007. Mynd/Landsbankinn „Hefur eitthvað breyst frá árinu 2007? Hefur eitthvað lagast? Eða er andi Hrunsins aftur kominn á kreik?“ eru spurningar sem leituðu á sjónvarpsmanninn Ómar Ragnarsson eftir að tilkynnt var um að Landbankinn hygðist reisa nýja höfuðstöðvar við Austurhöfn í Reykjavík. Greint var frá áætlununum nú á fimmtudag en talið er að kostnaður við byggingu nýja hússins sé um átta milljarðar króna. Lengi hefur staðið til að reisa nýju höfuðstöðvarnar en umræðan um hina nýju byggingu var hávær á árunum fyrir efnahagshrunið árið 2008. Ómar segir umræðuna þá svipa um margt til þeirra áforma sem nú eru uppi. Þá var sagt að reisa skyldi „ þvílíka risabyggingu Landsbankans á mest áberandi staðnum í gamla miðbænum, að aðrar byggingar yrðu eins og dúfnakofar í samanburðinum,“ segir Ómar. „Fólk tók andköf af hrifningu við á horfa á myndir af þessum stærsta gullkálfi í sögu norrænna þjóða, sem dansað skyldi í kringum. Átta árum síðar virðist sem byrja eigi að grafa þennan gullkálf upp úr gröf sinni og núna fyrir fé almennings,“ segir hann ennfremur en Landsbankinn er í 97.9% eigu íslenska ríkisins. Greint hefur verið frá því að Landsbankinn hafi hafnað ódýrari lóðum fyrir þá sem varð fyrir valinu, við hliðina á Hörpu, og segir Ómar ótækt að bruðlað skuli með þessum hætti með almannfé. „Á sínum tíma var okkur sagt að skrímslið mikla yrði kostað af einkafé ofurmenna á fjármálasviðinu. En núna er bankinn að hálfu í eigu almennings og menn depla ekki auga þótt spreða eigi almannafé í nýtt bruðl,“ segir Ómar. „Hefur eitthvað breyst frá árinu 2007? Hefur eitthvað lagast? Eða er andi Hrunsins aftur kominn á kreik?“ Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
„Hefur eitthvað breyst frá árinu 2007? Hefur eitthvað lagast? Eða er andi Hrunsins aftur kominn á kreik?“ eru spurningar sem leituðu á sjónvarpsmanninn Ómar Ragnarsson eftir að tilkynnt var um að Landbankinn hygðist reisa nýja höfuðstöðvar við Austurhöfn í Reykjavík. Greint var frá áætlununum nú á fimmtudag en talið er að kostnaður við byggingu nýja hússins sé um átta milljarðar króna. Lengi hefur staðið til að reisa nýju höfuðstöðvarnar en umræðan um hina nýju byggingu var hávær á árunum fyrir efnahagshrunið árið 2008. Ómar segir umræðuna þá svipa um margt til þeirra áforma sem nú eru uppi. Þá var sagt að reisa skyldi „ þvílíka risabyggingu Landsbankans á mest áberandi staðnum í gamla miðbænum, að aðrar byggingar yrðu eins og dúfnakofar í samanburðinum,“ segir Ómar. „Fólk tók andköf af hrifningu við á horfa á myndir af þessum stærsta gullkálfi í sögu norrænna þjóða, sem dansað skyldi í kringum. Átta árum síðar virðist sem byrja eigi að grafa þennan gullkálf upp úr gröf sinni og núna fyrir fé almennings,“ segir hann ennfremur en Landsbankinn er í 97.9% eigu íslenska ríkisins. Greint hefur verið frá því að Landsbankinn hafi hafnað ódýrari lóðum fyrir þá sem varð fyrir valinu, við hliðina á Hörpu, og segir Ómar ótækt að bruðlað skuli með þessum hætti með almannfé. „Á sínum tíma var okkur sagt að skrímslið mikla yrði kostað af einkafé ofurmenna á fjármálasviðinu. En núna er bankinn að hálfu í eigu almennings og menn depla ekki auga þótt spreða eigi almannafé í nýtt bruðl,“ segir Ómar. „Hefur eitthvað breyst frá árinu 2007? Hefur eitthvað lagast? Eða er andi Hrunsins aftur kominn á kreik?“
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira