Mótmæla komu Dunkin´ Donuts til Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. júlí 2015 19:33 Dunkin' Donuts býður upp á margt fleira en kleinuhringi. Vísir/Dunkin'Donuts Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, er ósáttur við komu keðjunnar Dunkin‘ Donuts til Íslands. Hann mótmælir opnun staðarins á Facebook með því að birta mynd af sér og vinkonu sinni, Linnea Hellström, með fýlusvip og báða þumla niður fyrir framan Laugaveg 3 þar sem fyrsti staðurinn mun opna nú seinna í sumar. Með myndinni fylgir textinn: „We strongly disapprove of the conglomerate uprising in Reykjavík!“ sem, í lauslegri íslenskri þýðingu, merkir: „Við erum eindregið á móti framgangi stórfyrirtækja í Reykjavík.“ Um þrjú hundruð manns hafa „líkað við“ færslu Krumma en hana má sjá hér að neðan.We strongly disapprove of the conglomerate uprising in Reykjavík!Posted by Krummi Bjorgvinsson on Friday, July 10, 2015Dunkin‘ Donuts er vel þekkt fyrirtæki með 11.300 veitingastaði í 36 löndum. Þar á meðal eru 170 staðir í Evrópu. Fyrirtækið gerði sérleyfissamning við íslenska fyrirtækið Drangasker ehf., dótturfélag 10-11, fyrr á þessu ári um að hefja undirbúning að opnun veitingastaða á Íslandi. Samningurinn gerir ráð fyrir opnun 16 veitingastaða víða um land á næstu fimm árum, en flestir þeirra verða á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður miklu meira en Íslendingar eru vanir,“ sagði Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, sérleyfishafa Dunkin´Donuts hér á landi, um úrvalið af kleinuhringjum sem boðið verður upp á í kaffihúsum keðjunnar á Íslandi í samtali við Vísi í apríl. Þá sagðist Árni Pétur búast við að milli fjörutíu og fimmtíu mismunandi tegundir af kleinuhringjum verði í boði. „Við munum opna það sem kallast „stand alone“ kaffihús undir merkjum Dunkin´Donuts. Það eru kaffihús með fullri þjónustu. Þar verða allflestar þær vörur sem Dunkin býður upp á sem er miklu fleira en bara kleinuhringir. Það er bakkelsi, morgunmatur, ommelettur, fullt af brauðréttum og vefjum og svo mikið úrval af drykkjum.“ Tengdar fréttir Dunkin´Donuts verður með yfir 40 tegundir af kleinuhringjum Fyrsti Dunkin´Donuts staðurinn hér á landi mun opna í sumar. 17. apríl 2015 16:13 Dunkin´ Donuts opnar 30 staði í Noregi Dunkin' Donuts hyggst opna fyrsta staðinn á næsta ári. 27. apríl 2015 11:44 Ætla að opna 16 Dunkin´Donuts á Íslandi Veitingastaðirnir verða opnaðir á næstu fimm árum. 16. apríl 2015 10:01 Dunkin’Donuts stefnir á að koma til Íslands Talsmaður Dunkin’ Donuts staðfestir að rætt sé um að kaffihúsakeðjan hefji starfsemi hér á landi. Keðjan er nú starfandi í 34 löndum en fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndum var opnað í fyrra. 1. apríl 2015 07:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, er ósáttur við komu keðjunnar Dunkin‘ Donuts til Íslands. Hann mótmælir opnun staðarins á Facebook með því að birta mynd af sér og vinkonu sinni, Linnea Hellström, með fýlusvip og báða þumla niður fyrir framan Laugaveg 3 þar sem fyrsti staðurinn mun opna nú seinna í sumar. Með myndinni fylgir textinn: „We strongly disapprove of the conglomerate uprising in Reykjavík!“ sem, í lauslegri íslenskri þýðingu, merkir: „Við erum eindregið á móti framgangi stórfyrirtækja í Reykjavík.“ Um þrjú hundruð manns hafa „líkað við“ færslu Krumma en hana má sjá hér að neðan.We strongly disapprove of the conglomerate uprising in Reykjavík!Posted by Krummi Bjorgvinsson on Friday, July 10, 2015Dunkin‘ Donuts er vel þekkt fyrirtæki með 11.300 veitingastaði í 36 löndum. Þar á meðal eru 170 staðir í Evrópu. Fyrirtækið gerði sérleyfissamning við íslenska fyrirtækið Drangasker ehf., dótturfélag 10-11, fyrr á þessu ári um að hefja undirbúning að opnun veitingastaða á Íslandi. Samningurinn gerir ráð fyrir opnun 16 veitingastaða víða um land á næstu fimm árum, en flestir þeirra verða á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður miklu meira en Íslendingar eru vanir,“ sagði Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, sérleyfishafa Dunkin´Donuts hér á landi, um úrvalið af kleinuhringjum sem boðið verður upp á í kaffihúsum keðjunnar á Íslandi í samtali við Vísi í apríl. Þá sagðist Árni Pétur búast við að milli fjörutíu og fimmtíu mismunandi tegundir af kleinuhringjum verði í boði. „Við munum opna það sem kallast „stand alone“ kaffihús undir merkjum Dunkin´Donuts. Það eru kaffihús með fullri þjónustu. Þar verða allflestar þær vörur sem Dunkin býður upp á sem er miklu fleira en bara kleinuhringir. Það er bakkelsi, morgunmatur, ommelettur, fullt af brauðréttum og vefjum og svo mikið úrval af drykkjum.“
Tengdar fréttir Dunkin´Donuts verður með yfir 40 tegundir af kleinuhringjum Fyrsti Dunkin´Donuts staðurinn hér á landi mun opna í sumar. 17. apríl 2015 16:13 Dunkin´ Donuts opnar 30 staði í Noregi Dunkin' Donuts hyggst opna fyrsta staðinn á næsta ári. 27. apríl 2015 11:44 Ætla að opna 16 Dunkin´Donuts á Íslandi Veitingastaðirnir verða opnaðir á næstu fimm árum. 16. apríl 2015 10:01 Dunkin’Donuts stefnir á að koma til Íslands Talsmaður Dunkin’ Donuts staðfestir að rætt sé um að kaffihúsakeðjan hefji starfsemi hér á landi. Keðjan er nú starfandi í 34 löndum en fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndum var opnað í fyrra. 1. apríl 2015 07:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Dunkin´Donuts verður með yfir 40 tegundir af kleinuhringjum Fyrsti Dunkin´Donuts staðurinn hér á landi mun opna í sumar. 17. apríl 2015 16:13
Dunkin´ Donuts opnar 30 staði í Noregi Dunkin' Donuts hyggst opna fyrsta staðinn á næsta ári. 27. apríl 2015 11:44
Ætla að opna 16 Dunkin´Donuts á Íslandi Veitingastaðirnir verða opnaðir á næstu fimm árum. 16. apríl 2015 10:01
Dunkin’Donuts stefnir á að koma til Íslands Talsmaður Dunkin’ Donuts staðfestir að rætt sé um að kaffihúsakeðjan hefji starfsemi hér á landi. Keðjan er nú starfandi í 34 löndum en fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndum var opnað í fyrra. 1. apríl 2015 07:00