Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Valur í annað sætið | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 10. júlí 2015 09:29 Valur komst upp í 2. sæti Pepsi-deildar karla eftir sterkan 1-2 útisigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í kvöld.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Valsmenn hafa verið á miklu skriði síðustu vikur og ekki tapað leik í deild né bikar síðan 20. maí. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar eru nú aðeins tveimur stigum frá toppliði FH sem á reyndar leik til góða. Stjörnumenn eru hins vegar í vandræðum en 15 stig eftir fyrri umferðina hjá ríkjandi Íslandsmeisturum getur varla talist ásættanlegt niðurstaða. Garðbæingar hafa ekki enn unnið heimaleik í deildinni í sumar og aðeins unnið tvo af síðustu níu deildarleikjum. Það benti fátt til þess í upphafi leiks að þetta yrði kvöld Valsmanna. Þeir voru á hælunum fyrstu 25 mínútur leiksins gegn spræku Stjörnuliði sem var að leika sinn fyrsta leik frá 29. júní. Íslandsmeistararnir settu Valsmenn undir mikla pressu og fengu m.a. fjórar hornspyrnur á fyrstu 13 mínútum leiksins sem skiluðu reyndar litlu. En þrátt fyrir alla pressuna stóðst Valsvörnin flest áhlaup Stjörnumanna og ljóst var að það þyrfti eitthvað sérstakt til að brjóta hana á bak aftur. Og sú var raunin þegar Halldór Orri Björnsson kom Stjörnunni yfir á 21. mínútu með stórkostlegu marki. Heiðar Ægisson átti þá góða fyrirgjöf inn á teiginn á Halldór Orra sem gerði sér lítið fyrir og klippti boltann glæsilega í netið, framhjá varnarlausum Ingvari Þór Kale. Glæsilegt mark og sennilega fallegasta mark sumarsins til þessa. En sex mínútum síðar breyttist leikurinn þegar Hörður Árnason varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf Bjarna Ólafs Eiríkssonar frá vinstri. Eftir jöfnunarmarkið hertu Valsmenn tökin og voru sterkari aðilinn seinni hluta fyrri hálfleiks. Miklu munaði um að Kristinn Freyr Sigurðsson komst betur inn í leikinn sem og Sigurður Egill Lárusson og fyrir vikið var sóknarleikur Vals beittari. Staðan var jöfn í hálfleik en strax á 2. mínútu seinni hálfleiks fékk Sigurður Egill dauðafæri á fjærstöng eftir fyrirgjöf Iain Williamson sem kom inn í byrjunarlið Vals. Sigurður Egill var með allt markið fyrir framan sig en setti boltann á einhvern óskiljanlegan hátt yfir. Seinni hálfleikurinn var í jafnvægi en Valsmenn voru þó alltaf hættulegri og líklegri til að skora. Sigurður Egill var aftur nálægt því að skora á 59. mínútu en lyfti boltanum yfir markið eftir að hafa komist einn inn fyrir vörn Stjörnunnar. Eftir þetta færi komust heimamenn betur inn í leikinn og áttu ágætis sóknir. Þeir voru þó sem fyrr í vandræðum með að finna glaufur á vörn Vals sem spilaði virkilega vel í kvöld. Thomas Christensen og Orri Sigurður Ómarsson ná vel saman í miðri vörninni og Bjarni Ólafur átti flottan leik í stöðu vinstri bakvarðar, jafnt í vörn sem sókn. Valsmenn minntu aftur á sig á 74. mínútu þegar Patrick Pedersen slapp einn inn fyrir vörn Stjörnunnar eftir skyndisókn en Heiðar var fljótur til baka, komst fyrir skot Danans og bjargaði þar með marki. Hann var hins vegar úti á þekju þremur mínútum seinna þegar sigurmark Valsmanna kom. Það byrjaði allt með ömurlegu útsparki Gunnars Nielsen, boltinn barst út til vinstri á Bjarna Ólaf, hann skeiðaði fram, fíflaði Heiðar og sendi svo boltann út í teiginn á Kristin Frey sem kláraði færið af stakri snilld. Boltinn skoppaði rétt áður en hann kom til Kristins en hann sýndi mikla yfirvegun og tæknilega getu og setti boltann innanfótar í netið. Frábært mark hjá Kristni sem hefur spilað afar vel í sumar og sýnt meiri stöðugleika en síðustu ár. Fátt markvert gerðist á þeim 13 mínútum sem eftir voru af leiknum. Stjörnumenn reyndu að sækja en komust lítt áleiðis nema þegar varamaðurinn Jón Arnar Barðdal skallaði framhjá úr góðu færi eftir aukaspyrnu. Fyrir utan það ógnuðu Íslandsmeistararnir marki Vals ekki að neinu ráði. Valsmenn spiluðu síðustu mínúturnar af skynsemi og fögnuðu afar sterkum sigri sem skilar þeim, eins og áður sagði, upp í 2. sætið. Það er kátt á Hlíðarenda þessa dagana og ekki að ástæðulausu; Valsliðið lítur virkilega vel út og er til alls líklegt.Rúnar Páll: Erum langt á eftir toppliðunum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að toppbarátta sé ekki á dagskrá hjá sínu liði eftir tapið fyrir Val í kvöld. "Þetta er hundleiðinlegt og niðurstaðan er erfið. Valsmenn eru búnir að spila feykivel í sumar en við lokuðum vel á þá í byrjun leiks, unnum boltann hátt á vellinum og sköpuðum hættu og skoruðum flott mark," sagði Rúnar en Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru sterkari aðilinn fyrstu 25 mínúturnar. "Eftir markið bökkuðum við og hleyptum þeim inn í leikinn. Þeir skora svo úr einu sókninni sinna í fyrri hálfleik, þegar það voru fjórir varnarmenn á móti einum sóknarmanni. Það var ekki nógu gott hjá okkur. "Mér fannst fyrstu fimm mínúturnar eftir að þeir skoruðu jöfnunarmarkið vera ágætar en svo komust Valsmenn inn í leikinn. Þeir eru með hörkulið og um leið og þeir fá tíma á boltann geta þeir mikinn usla. "Við ætluðum að hindra það en það var samt ekki það sem gerði útslagið í þessum leik. Við fengum á okkur tvö óþarfa mörk og það var klúður af okkar hálfu," sagði Rúnar en Stjörnumenn eru aðeins með 15 stig eftir fyrri umferðina, átta stigum á eftir toppliði FH sem á leik inni. "Það er erfitt að fá ekki stig og að vinna ekki heimaleik í fyrri umferðinni er ekki gott. "Við erum langt frá toppliðunum núna og þau eiga öll leik inni á okkur. Við erum komnir langt á eftir toppliðunum, það er bara þannig," sagði Rúnar sem segir að Stjörnumenn verði að taka seinni umferðina með trompi. Rúnar gerði þrefalda skiptingu þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Eftir á að hyggja hefði hann átt að skipta fyrr inn á? "Já, ef og hefði. Þetta gekk ekki upp og sennilega hefði ég getað skipt fyrr en við ákváðum að spila aðeins áfram á sama liði," sagði Rúnar að lokum.Ólafur: Mótið er rétt hálfnað Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var kátur með sigurinn á Stjörnunni í kvöld. Hann var þó varkár í svörum aðspurður hvort Valsmenn væru búnir að stimpla sig inn í toppbaráttuna. "Ég veit það nú ekki, mótið er rétt hálfnað. En við erum á góðum stað og í fínni stöðu," sagði Ólafur en Valur hefur ekki tapað leik síðan 20. maí. "Eins og ég hef margoft sagt erum við búnir spila vel lungann af mótinu," bætti Ólafur við. Valsmenn byrjuðu leikinn í kvöld illa og lentu undir á 21. mínútu. En þeir komu sér inn í leikinn og jöfnuðu metin sex mínútum síðar. Ólafur var ánægður með viðsnúninginn á leik sinna manna. "Mér fannst við byrja leikinn mjög illa. Við vorum langt frá mönnunum og þeir fengu mikið pláss. "Þeir settu mikla pressu á okkur fyrstu 25 mínúturnar en við lagfærðum það og mér fannst við ívið sterkari seinni partinn í fyrri hálfleik og allan seinni hálfleikinn," sagði Ólafur sem sagði aðstæður til knattspyrnuiðkunar hafa verið frábærar í kvöld. Félagaskiptaglugginn opnar í næstu viku, nánar tiltekið 15. júlí. Ólafur segir að Valur ætli að bæta þremur leikmönnum í hópinn. "Við erum skoða okkur um og það er mjög líklegt að við tökum þrjá nýja leikmenn. Það er alltaf gott að hafa stóran og breiðan hóp," sagði Ólafur en er hann með einhverjar sérstakar stöður í huga sem þarf að styrkja? "Ég er ekki búinn að ákveða það, ég er líka að skoða það," sagði Ólafur kankvís að lokum.Hörður Árnason varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 27. mínútu: Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir á 77. mínútu: Stjörnumenn fagna glæsimarki Halldórs Orra Björnssonar.vísir/andri marinóBjarni Ólafur Eiríksson átti stóran þátt í báðum mörkum Vals.vísir/andri marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Valur komst upp í 2. sæti Pepsi-deildar karla eftir sterkan 1-2 útisigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í kvöld.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Valsmenn hafa verið á miklu skriði síðustu vikur og ekki tapað leik í deild né bikar síðan 20. maí. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar eru nú aðeins tveimur stigum frá toppliði FH sem á reyndar leik til góða. Stjörnumenn eru hins vegar í vandræðum en 15 stig eftir fyrri umferðina hjá ríkjandi Íslandsmeisturum getur varla talist ásættanlegt niðurstaða. Garðbæingar hafa ekki enn unnið heimaleik í deildinni í sumar og aðeins unnið tvo af síðustu níu deildarleikjum. Það benti fátt til þess í upphafi leiks að þetta yrði kvöld Valsmanna. Þeir voru á hælunum fyrstu 25 mínútur leiksins gegn spræku Stjörnuliði sem var að leika sinn fyrsta leik frá 29. júní. Íslandsmeistararnir settu Valsmenn undir mikla pressu og fengu m.a. fjórar hornspyrnur á fyrstu 13 mínútum leiksins sem skiluðu reyndar litlu. En þrátt fyrir alla pressuna stóðst Valsvörnin flest áhlaup Stjörnumanna og ljóst var að það þyrfti eitthvað sérstakt til að brjóta hana á bak aftur. Og sú var raunin þegar Halldór Orri Björnsson kom Stjörnunni yfir á 21. mínútu með stórkostlegu marki. Heiðar Ægisson átti þá góða fyrirgjöf inn á teiginn á Halldór Orra sem gerði sér lítið fyrir og klippti boltann glæsilega í netið, framhjá varnarlausum Ingvari Þór Kale. Glæsilegt mark og sennilega fallegasta mark sumarsins til þessa. En sex mínútum síðar breyttist leikurinn þegar Hörður Árnason varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf Bjarna Ólafs Eiríkssonar frá vinstri. Eftir jöfnunarmarkið hertu Valsmenn tökin og voru sterkari aðilinn seinni hluta fyrri hálfleiks. Miklu munaði um að Kristinn Freyr Sigurðsson komst betur inn í leikinn sem og Sigurður Egill Lárusson og fyrir vikið var sóknarleikur Vals beittari. Staðan var jöfn í hálfleik en strax á 2. mínútu seinni hálfleiks fékk Sigurður Egill dauðafæri á fjærstöng eftir fyrirgjöf Iain Williamson sem kom inn í byrjunarlið Vals. Sigurður Egill var með allt markið fyrir framan sig en setti boltann á einhvern óskiljanlegan hátt yfir. Seinni hálfleikurinn var í jafnvægi en Valsmenn voru þó alltaf hættulegri og líklegri til að skora. Sigurður Egill var aftur nálægt því að skora á 59. mínútu en lyfti boltanum yfir markið eftir að hafa komist einn inn fyrir vörn Stjörnunnar. Eftir þetta færi komust heimamenn betur inn í leikinn og áttu ágætis sóknir. Þeir voru þó sem fyrr í vandræðum með að finna glaufur á vörn Vals sem spilaði virkilega vel í kvöld. Thomas Christensen og Orri Sigurður Ómarsson ná vel saman í miðri vörninni og Bjarni Ólafur átti flottan leik í stöðu vinstri bakvarðar, jafnt í vörn sem sókn. Valsmenn minntu aftur á sig á 74. mínútu þegar Patrick Pedersen slapp einn inn fyrir vörn Stjörnunnar eftir skyndisókn en Heiðar var fljótur til baka, komst fyrir skot Danans og bjargaði þar með marki. Hann var hins vegar úti á þekju þremur mínútum seinna þegar sigurmark Valsmanna kom. Það byrjaði allt með ömurlegu útsparki Gunnars Nielsen, boltinn barst út til vinstri á Bjarna Ólaf, hann skeiðaði fram, fíflaði Heiðar og sendi svo boltann út í teiginn á Kristin Frey sem kláraði færið af stakri snilld. Boltinn skoppaði rétt áður en hann kom til Kristins en hann sýndi mikla yfirvegun og tæknilega getu og setti boltann innanfótar í netið. Frábært mark hjá Kristni sem hefur spilað afar vel í sumar og sýnt meiri stöðugleika en síðustu ár. Fátt markvert gerðist á þeim 13 mínútum sem eftir voru af leiknum. Stjörnumenn reyndu að sækja en komust lítt áleiðis nema þegar varamaðurinn Jón Arnar Barðdal skallaði framhjá úr góðu færi eftir aukaspyrnu. Fyrir utan það ógnuðu Íslandsmeistararnir marki Vals ekki að neinu ráði. Valsmenn spiluðu síðustu mínúturnar af skynsemi og fögnuðu afar sterkum sigri sem skilar þeim, eins og áður sagði, upp í 2. sætið. Það er kátt á Hlíðarenda þessa dagana og ekki að ástæðulausu; Valsliðið lítur virkilega vel út og er til alls líklegt.Rúnar Páll: Erum langt á eftir toppliðunum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að toppbarátta sé ekki á dagskrá hjá sínu liði eftir tapið fyrir Val í kvöld. "Þetta er hundleiðinlegt og niðurstaðan er erfið. Valsmenn eru búnir að spila feykivel í sumar en við lokuðum vel á þá í byrjun leiks, unnum boltann hátt á vellinum og sköpuðum hættu og skoruðum flott mark," sagði Rúnar en Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru sterkari aðilinn fyrstu 25 mínúturnar. "Eftir markið bökkuðum við og hleyptum þeim inn í leikinn. Þeir skora svo úr einu sókninni sinna í fyrri hálfleik, þegar það voru fjórir varnarmenn á móti einum sóknarmanni. Það var ekki nógu gott hjá okkur. "Mér fannst fyrstu fimm mínúturnar eftir að þeir skoruðu jöfnunarmarkið vera ágætar en svo komust Valsmenn inn í leikinn. Þeir eru með hörkulið og um leið og þeir fá tíma á boltann geta þeir mikinn usla. "Við ætluðum að hindra það en það var samt ekki það sem gerði útslagið í þessum leik. Við fengum á okkur tvö óþarfa mörk og það var klúður af okkar hálfu," sagði Rúnar en Stjörnumenn eru aðeins með 15 stig eftir fyrri umferðina, átta stigum á eftir toppliði FH sem á leik inni. "Það er erfitt að fá ekki stig og að vinna ekki heimaleik í fyrri umferðinni er ekki gott. "Við erum langt frá toppliðunum núna og þau eiga öll leik inni á okkur. Við erum komnir langt á eftir toppliðunum, það er bara þannig," sagði Rúnar sem segir að Stjörnumenn verði að taka seinni umferðina með trompi. Rúnar gerði þrefalda skiptingu þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Eftir á að hyggja hefði hann átt að skipta fyrr inn á? "Já, ef og hefði. Þetta gekk ekki upp og sennilega hefði ég getað skipt fyrr en við ákváðum að spila aðeins áfram á sama liði," sagði Rúnar að lokum.Ólafur: Mótið er rétt hálfnað Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var kátur með sigurinn á Stjörnunni í kvöld. Hann var þó varkár í svörum aðspurður hvort Valsmenn væru búnir að stimpla sig inn í toppbaráttuna. "Ég veit það nú ekki, mótið er rétt hálfnað. En við erum á góðum stað og í fínni stöðu," sagði Ólafur en Valur hefur ekki tapað leik síðan 20. maí. "Eins og ég hef margoft sagt erum við búnir spila vel lungann af mótinu," bætti Ólafur við. Valsmenn byrjuðu leikinn í kvöld illa og lentu undir á 21. mínútu. En þeir komu sér inn í leikinn og jöfnuðu metin sex mínútum síðar. Ólafur var ánægður með viðsnúninginn á leik sinna manna. "Mér fannst við byrja leikinn mjög illa. Við vorum langt frá mönnunum og þeir fengu mikið pláss. "Þeir settu mikla pressu á okkur fyrstu 25 mínúturnar en við lagfærðum það og mér fannst við ívið sterkari seinni partinn í fyrri hálfleik og allan seinni hálfleikinn," sagði Ólafur sem sagði aðstæður til knattspyrnuiðkunar hafa verið frábærar í kvöld. Félagaskiptaglugginn opnar í næstu viku, nánar tiltekið 15. júlí. Ólafur segir að Valur ætli að bæta þremur leikmönnum í hópinn. "Við erum skoða okkur um og það er mjög líklegt að við tökum þrjá nýja leikmenn. Það er alltaf gott að hafa stóran og breiðan hóp," sagði Ólafur en er hann með einhverjar sérstakar stöður í huga sem þarf að styrkja? "Ég er ekki búinn að ákveða það, ég er líka að skoða það," sagði Ólafur kankvís að lokum.Hörður Árnason varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 27. mínútu: Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir á 77. mínútu: Stjörnumenn fagna glæsimarki Halldórs Orra Björnssonar.vísir/andri marinóBjarni Ólafur Eiríksson átti stóran þátt í báðum mörkum Vals.vísir/andri marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira