Heimsmet í trukkastökki Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2015 09:05 Það er eiginlega eitthvað bogið við það að sjá risastóra flutningabíla stökkva langar vegalengdir, en það var einmitt það sem Gregg Godfrey gerði með eftirminnilegum hætti nýlega. Hann stökk 166 fet, eða um 50 metra á trukki sínum og setti með því nýtt heimsmet í trukkastökki. Godfrey hrifsaði með þessu stökki heimsmetið af trukki frá Lotus Formúlu 1 liðinu sem var þó ekki nema um helmingi styttra. Godfrey hafði átt heimsmetið áður sjálfur og undi því greinilega illa að missa það til Lotus. Ekki stóð til að bæta metið svona hressilega en heimsmetshafinn ætlað bara að stökkva um 140 fet, en hann virðist hafa gefið trukknum aðeins meira inn en planað var fyrir stökkið og sveif því um 10 fetum lengra. Sjá má stökk trukksins í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Það er eiginlega eitthvað bogið við það að sjá risastóra flutningabíla stökkva langar vegalengdir, en það var einmitt það sem Gregg Godfrey gerði með eftirminnilegum hætti nýlega. Hann stökk 166 fet, eða um 50 metra á trukki sínum og setti með því nýtt heimsmet í trukkastökki. Godfrey hrifsaði með þessu stökki heimsmetið af trukki frá Lotus Formúlu 1 liðinu sem var þó ekki nema um helmingi styttra. Godfrey hafði átt heimsmetið áður sjálfur og undi því greinilega illa að missa það til Lotus. Ekki stóð til að bæta metið svona hressilega en heimsmetshafinn ætlað bara að stökkva um 140 fet, en hann virðist hafa gefið trukknum aðeins meira inn en planað var fyrir stökkið og sveif því um 10 fetum lengra. Sjá má stökk trukksins í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent