Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima 28. júlí 2015 19:05 Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. Hjörtur Hjartarson spjallaði við þessa miklu afrekskonu í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Þetta kom mér á óvart,“ sagði hin 22 ára gamla Katrín um árangurinn. „Ég var með ekki með neitt sett markmið, að ná einhverju sæti eða einhverri tölu. En ég var mjög vel undirbúin fyrir mótið´og hef aldrei verið í betra formi, hvorki andlega né líkamlega. „Ég vildi fara inn á völlinn og einbeita mér eingöngu að hverri grein fyrir sig og gefa allt sem ég átti. Ég vissi að það myndi skila mér góðu sæti en ég get ekki sagt að markmiðið hafi verið að vinna leikana.“ Hún viðurkennir að keppendur í CrossFit gangi oft nærri líkama sínum en Annie Mist Þórisdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í greininni, þurfti að hætta keppni vegna ofþreytu en keppnin fór fram í miklum hita í Los Angeles. „Jú, en við reynum að undirbúa okkur sem best. Það sem kom öllum, og þá sérstaklega okkur Íslendingunum, helst í opna skjöldu var hitinn. Við vorum í þyngingarvesti sem var með stálplötum framan og aftan á okkur. „Við vorum þarna um miðjan dag meðan það var hvað heitast. Þetta var mjög erfitt og það var hitinn sem gekk eiginlega fram af okkur,“ sagði Katrín sem fékk alls 790 stig í keppninni. Katrín segir að árangur íslensku keppendanna hafi vakið mikla athygli en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í 3. sæti í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson varð einnig í 3. sæti í karlaflokki. „Við erum spurð hvað sé í vatninu á Íslandi og hvort maður yrði góður í CrossFit ef maður bætti -dóttir við nafnið sitt,“ sagði Katrín en að hennar sögn er CrossFit ekki stærra á Íslandi en í öðrum löndum. „Nei, alls ekki. Þetta er langstærst í Ameríku. Ég held að Annie hafi rutt brautina þegar hún vann 2011 og þá sá fólk að þetta er hægt. Svo skiptir keppnisskapið í okkur íslensku keppendunum miklu máli, við höldum að vitum getum allt,“ sagði Katrín ennfremur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Sjá meira
Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. Hjörtur Hjartarson spjallaði við þessa miklu afrekskonu í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Þetta kom mér á óvart,“ sagði hin 22 ára gamla Katrín um árangurinn. „Ég var með ekki með neitt sett markmið, að ná einhverju sæti eða einhverri tölu. En ég var mjög vel undirbúin fyrir mótið´og hef aldrei verið í betra formi, hvorki andlega né líkamlega. „Ég vildi fara inn á völlinn og einbeita mér eingöngu að hverri grein fyrir sig og gefa allt sem ég átti. Ég vissi að það myndi skila mér góðu sæti en ég get ekki sagt að markmiðið hafi verið að vinna leikana.“ Hún viðurkennir að keppendur í CrossFit gangi oft nærri líkama sínum en Annie Mist Þórisdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í greininni, þurfti að hætta keppni vegna ofþreytu en keppnin fór fram í miklum hita í Los Angeles. „Jú, en við reynum að undirbúa okkur sem best. Það sem kom öllum, og þá sérstaklega okkur Íslendingunum, helst í opna skjöldu var hitinn. Við vorum í þyngingarvesti sem var með stálplötum framan og aftan á okkur. „Við vorum þarna um miðjan dag meðan það var hvað heitast. Þetta var mjög erfitt og það var hitinn sem gekk eiginlega fram af okkur,“ sagði Katrín sem fékk alls 790 stig í keppninni. Katrín segir að árangur íslensku keppendanna hafi vakið mikla athygli en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í 3. sæti í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson varð einnig í 3. sæti í karlaflokki. „Við erum spurð hvað sé í vatninu á Íslandi og hvort maður yrði góður í CrossFit ef maður bætti -dóttir við nafnið sitt,“ sagði Katrín en að hennar sögn er CrossFit ekki stærra á Íslandi en í öðrum löndum. „Nei, alls ekki. Þetta er langstærst í Ameríku. Ég held að Annie hafi rutt brautina þegar hún vann 2011 og þá sá fólk að þetta er hægt. Svo skiptir keppnisskapið í okkur íslensku keppendunum miklu máli, við höldum að vitum getum allt,“ sagði Katrín ennfremur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Sjá meira