Fótbolti

Filipe Luis kominn aftur til Atletico Madrid

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Filipe Luis í leik í Suður-Ameríkubikarnum í sumar.
Filipe Luis í leik í Suður-Ameríkubikarnum í sumar. Vísir/Getty
Atletico Madrid gekk í dag á kaupunum á brasilíska bakverðinum Filipe Luis frá Chelsea sem snýr því aftur á Vicente Calderon eftir eitt ár á Stamford Bridge. Talið er að Atletico Madrid greiði tæplega 15 milljónir punda fyrir hinn 29 árs gamla Luis.

Luis skrifaði undir fjögurra ára samning en hann lék áður í fjögur ár hjá Atletico Madrid og varð meðal annars spænskur meistari áður en hann gekk til liðs við Chelsea síðasta sumar.

Tókst honum aldrei að festa sig í sessi hjá ensku meisturunum en hann aðeins níu sinnum í byrjunarliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og alls 26 leiki í öllum keppnum, flesta eftir að hafa komið inn af bekknum.

Chelsea hefur verið orðað við vinstri bakvörðinn Abdul Baba Rahman sem er 21 árs landsliðsmaður Ghana og leikur fyrir Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni en það mun eflaust reynast honum erfitt að slá út Cesar Azpilicueta sem var meðal betri leikmanna liðsins á síðasta tímabili.

Luis var hluti af brasilíska landsliðinu sem olli vonbrigðum í Suður-Ameríku bikarnum í sumar en liðið féll út gegn Paragvæ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×