Volkswagen framúr Toyota í sölu Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2015 10:00 Volkswagen Passat og Toyota Avensis. Á fyrri helmingi þessa árs seldi Volkswagen fleiri bíla en Toyota og telst því stærsti bílasali heims. Ekki munaði miklu á fyrirtækjunum, en Volkswagen seldi 5,04 en Toyota 5,02 milljónir bíla. Með sölu Volkswagen teljast MAN og Scania trukkar auk allra undirfólksbílamerkja VW, svo sem Audi, Skoda, Seat, Porsche, Lamborghini og Bugatti. Hjá Toyota teljast með Daihatsu og Hino bílar. General Motors er þriðji stærsti bílasali heims með 4,86 milljón bíla selda og minnkaði sala GM um 1,2% frá fyrra ári. Sala Volkswagen jókst um 0,5% en minnkaði hjá Toyota um 1,5% frá fyrra ári. Volkswagen naut þess að sala bíla í Evrópu hefur verið góð og óx hraðar en hún hefur gert síðastliðin 5 og hálft ár, eða um 6%. Volkswagen setti sér það markmið árið 2007 að ná framúr Toyota sem stærsti bílasmiður heims árið 2018, en hefur nú náð því þremur árum fyrr. Ljóst er að ekki mun muna miklu á sölu Volkswagen og Toyota þegar þetta ár er liðið og enn getur það gerst að Toyota fari framúr Volkswagen í sölu. Miklu gæti munað um þróun bílasölunnar í Kína, stærsta bílamarkaði Volkswagen. Volkswagen seldi 1,74 milljón bíla í Kína á fyrri helmingi ársins, en salan þar minnkaði um 3,9% milli ára. Toyota seldi á sama tíma 10% meira af bílum í Kína en á bak við það eru einungis 512.800 bílar, eða minna en einn þriðji af sölu Volkswagen. Einnig gæti salan í Bandaríkjunum skipt miklu en þar er Toyota miklu stærri bílasali en Volkswagen. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent
Á fyrri helmingi þessa árs seldi Volkswagen fleiri bíla en Toyota og telst því stærsti bílasali heims. Ekki munaði miklu á fyrirtækjunum, en Volkswagen seldi 5,04 en Toyota 5,02 milljónir bíla. Með sölu Volkswagen teljast MAN og Scania trukkar auk allra undirfólksbílamerkja VW, svo sem Audi, Skoda, Seat, Porsche, Lamborghini og Bugatti. Hjá Toyota teljast með Daihatsu og Hino bílar. General Motors er þriðji stærsti bílasali heims með 4,86 milljón bíla selda og minnkaði sala GM um 1,2% frá fyrra ári. Sala Volkswagen jókst um 0,5% en minnkaði hjá Toyota um 1,5% frá fyrra ári. Volkswagen naut þess að sala bíla í Evrópu hefur verið góð og óx hraðar en hún hefur gert síðastliðin 5 og hálft ár, eða um 6%. Volkswagen setti sér það markmið árið 2007 að ná framúr Toyota sem stærsti bílasmiður heims árið 2018, en hefur nú náð því þremur árum fyrr. Ljóst er að ekki mun muna miklu á sölu Volkswagen og Toyota þegar þetta ár er liðið og enn getur það gerst að Toyota fari framúr Volkswagen í sölu. Miklu gæti munað um þróun bílasölunnar í Kína, stærsta bílamarkaði Volkswagen. Volkswagen seldi 1,74 milljón bíla í Kína á fyrri helmingi ársins, en salan þar minnkaði um 3,9% milli ára. Toyota seldi á sama tíma 10% meira af bílum í Kína en á bak við það eru einungis 512.800 bílar, eða minna en einn þriðji af sölu Volkswagen. Einnig gæti salan í Bandaríkjunum skipt miklu en þar er Toyota miklu stærri bílasali en Volkswagen.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent