Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit.
Hún fékk tæpar 37 milljónir fyrir sína frábæru frammistöðu. Hún fékk líka bónus fyrir að vinna eina grein og lenda í öðru sæti í tveimur. Það skilaði henni tæpri milljón í viðbót. Ekki amalegt.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson fengu bæði brons og fengu fyrir það rúmar 8 milljónir króna.
Katrín Tanja er annar Íslendingurinn sem fær nafnbótina Hraustasta kona heims en hana hlaut Annie Mist Þórisdóttir árin 2011 og 2012.
Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé

Tengdar fréttir

Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit
Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld

Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“
Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá.