Daníel og Ásta unnu Skagafjarðarrallið Finnur Thorlacius skrifar 27. júlí 2015 10:35 Daníel og Ásta Sigurðarbörn á fullri ferð í Skagafjarðarrallinu. Nú um helgina fór fram í Skagafirði þriðja umferð í Íslandsmótinu í rallý. Þar mættu til leiks ellefu áhafnir til að aka tíu sérleiðir á tveimur dögum og voru þær mjög krefjandi fyrir bæði bíla og áhafnir. Allar áhafnir skiluðu sér þó í næturhlé á föstudagskvöldið þótt eitthvað hafi verið um minniháttar bilanir. Á laugardeginum voru eknar langar sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal. Keppni var geysi hörð en þó stóráfalla laus. Einungis tvær áhafnir féllu úr leik og var það vegna bilana í bílunum á laugardagsmorgninum. Í lok dags voru það því níu áhafnir sem skiluðu sér í endamark á Sauðárkróki og urðu úrslit á þá leið að systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn stóðu uppi sem sigurvegarar en Valdimar Jón Sveinsson og Skafti Skúlason urðu öðru sæti. Í því þriðja urðu íslandsmeistararnir 2014, Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson, en þeir urðu fyrir því óhappi á fyrstu leið laugardagsins að brjóta afturöxul. Dró það verulega úr hraða þeirra en þeir félagar áttu besta tímann á sex sérleiðum af tíu. Næsta keppni í Íslandsmótinu er Rallý Reykjavík sem fer fram á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi 27. - 29. ágúst n.k. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent
Nú um helgina fór fram í Skagafirði þriðja umferð í Íslandsmótinu í rallý. Þar mættu til leiks ellefu áhafnir til að aka tíu sérleiðir á tveimur dögum og voru þær mjög krefjandi fyrir bæði bíla og áhafnir. Allar áhafnir skiluðu sér þó í næturhlé á föstudagskvöldið þótt eitthvað hafi verið um minniháttar bilanir. Á laugardeginum voru eknar langar sérleiðir um Mælifellsdal og Vesturdal. Keppni var geysi hörð en þó stóráfalla laus. Einungis tvær áhafnir féllu úr leik og var það vegna bilana í bílunum á laugardagsmorgninum. Í lok dags voru það því níu áhafnir sem skiluðu sér í endamark á Sauðárkróki og urðu úrslit á þá leið að systkinin Daníel og Ásta Sigurðarbörn stóðu uppi sem sigurvegarar en Valdimar Jón Sveinsson og Skafti Skúlason urðu öðru sæti. Í því þriðja urðu íslandsmeistararnir 2014, Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson, en þeir urðu fyrir því óhappi á fyrstu leið laugardagsins að brjóta afturöxul. Dró það verulega úr hraða þeirra en þeir félagar áttu besta tímann á sex sérleiðum af tíu. Næsta keppni í Íslandsmótinu er Rallý Reykjavík sem fer fram á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi 27. - 29. ágúst n.k.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent