Strákarnir í í útvarpsþættinum FM95BLÖ stóðu við stóru orðin og hafa sent frá sér sitt eigið Þjóðhátíðarlag ásamt tónlistarmyndbandi. Lagið heitir Ég fer á Þjóðhátíð en þeir höfðum lofað hlustendum þáttarins lagi og tónlistarmyndbandi.
FM95BLÖ snýr aftur úr sumarfríi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og munu senda fyrsta þáttinn eftir frí út í beinni frá Eyjum næstkomandi föstudag en síðar sama kvöld verða þeir á stóra sviðinu í Herjólfsdal þar sem þeir skemmta þjóðhátíðargestum.
Það var framleiðsluteymið IRIS sem sá um gerð myndbandsins og StopWaitGo-gengið sem sá um útsetningu lagsins. Strákarnir í FM95BLÖ gerðu texta lagsins.
Niðurhala má laginu frítt með því að smella hér.
