Þórður: Var harðákveðinn í að gera betur í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júlí 2015 18:35 Þórður Rafn. Vísir/getty „Þetta var mjög góður hringur, ég var slakur í gær og ég var harðákveðinn í að gera betur í dag,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sáttur við blaðamann eftir að hafa leikið á sex höggum undir pari á Íslandsmótinu í golfi í dag. „Ég lenti nokkrum sinnum í því að eiga eftir erfið pútt fyrir pari en ég náði alltaf að setja niður púttin og halda áfram þessu tempói sem var í spilamennskunni allan hringinn.“ Þórður jafnaði vallarmetið af hvítum teig í dag en hann var hæstánægður að hafa náð því. „Það er mjög gott, ég vissi af því og hver ætti það. Maggi Lár (innsk. blm. Magnús Lárusson, kylfingur úr GJÓ), félagi minn, sem átti metið einn sat í stúkunni þegar síðasta púttið datt. Það var gaman að sjá viðbrögðin hans.“ Þrátt fyrir spilamennskuna í dag var Þórður hógvær í svörum og minnti á að enn væru átján holur eftir. „Það eru átján holur eftir, ég verð bara að halda áfram á mínu striki og þetta er fljótt að breytast. Þeir geta skyndilega sótt að manni á sama tíma og maður getur misst taktinn á sömu holu svo ég verð að vera tilbúinn.“ Golf Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
„Þetta var mjög góður hringur, ég var slakur í gær og ég var harðákveðinn í að gera betur í dag,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sáttur við blaðamann eftir að hafa leikið á sex höggum undir pari á Íslandsmótinu í golfi í dag. „Ég lenti nokkrum sinnum í því að eiga eftir erfið pútt fyrir pari en ég náði alltaf að setja niður púttin og halda áfram þessu tempói sem var í spilamennskunni allan hringinn.“ Þórður jafnaði vallarmetið af hvítum teig í dag en hann var hæstánægður að hafa náð því. „Það er mjög gott, ég vissi af því og hver ætti það. Maggi Lár (innsk. blm. Magnús Lárusson, kylfingur úr GJÓ), félagi minn, sem átti metið einn sat í stúkunni þegar síðasta púttið datt. Það var gaman að sjá viðbrögðin hans.“ Þrátt fyrir spilamennskuna í dag var Þórður hógvær í svörum og minnti á að enn væru átján holur eftir. „Það eru átján holur eftir, ég verð bara að halda áfram á mínu striki og þetta er fljótt að breytast. Þeir geta skyndilega sótt að manni á sama tíma og maður getur misst taktinn á sömu holu svo ég verð að vera tilbúinn.“
Golf Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira