Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, spilar með Olympiacos í Grikklandi á næstu leiktíð, en þetta kemur fram á mbl.is.
Alfreð fer í læknisskoðun hjá grísku meisturunum á morgun og skrifar í kjölfarið undir samnining við félagið, en um er að ræða eins árs lánssamning.
Íslenski framherjinn er á mála hjá Real Sociedad á Spáni, en hann var ekki í aðalhlutverki hjá liðinu á síðustu leiktíð.
Alfreð mun spila í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti í vetur, en grísku meistararnir eru með sæti í riðlakeppninni.
Olympiacos er með forkaupsrétt á Alfreð eftir tímabilið.

