Mitsubishi lokar einu verksmiðju sinni í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2015 09:46 Mitsubishi Outlander PHEV tvíorkubíll. Allar líkur eru á því að japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi muni loka einu samsetningarverksmiðju sinni í Bandaríkjunum. Þessi verksmiðja var opnuð árið 1988 og í henni vinna nú tæplega 1.000 manns. Hætt er við því að þeir missi vinnu sína brátt þar sem Mitsubishi hyggst loka henni á næstunni. Ástæðan er ekki dræm sala Mitsubishi bíla í Bandaríkjunum, heldur er vinnustaðasamningur þess við starfsmenn að renna út og við það mun kostnaður við framleiðslu bíla þar aukast og því hyggst Mitsubishi frekar framleiða bíla sína annarsstaðar, líklega í Asíu. Í fyrra voru framleiddir 69.178 Mitsubishi Outlander Sport bílar í verksmiðjunni, sem bæði voru seldir í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Á blómatíma verksmiðjunnar árið 2000 voru framleiddir 200.000 bílar í henni, en nú um þriðjungur þess. Sala Mitsubishi hefur á undanförnum árum verið niðurávið í Bandaríkjunum, en í ár ber þó svo við að salan hefur aukist um 25% og alls hafa selst 49.544 bílar á fyrri helmingi ársins, sem ekki getur reyndar talist mikið á 17 milljón bíla markaði. Mitsubishi hefur þó þau áform að halda áfram sölu bíla sinna í Bandaríkjunum þó fyrirtækið muni næsta víst loka einu verksmiðju sinni þar. Bílarnir verða fluttir inn frá öðrum löndum. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent
Allar líkur eru á því að japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi muni loka einu samsetningarverksmiðju sinni í Bandaríkjunum. Þessi verksmiðja var opnuð árið 1988 og í henni vinna nú tæplega 1.000 manns. Hætt er við því að þeir missi vinnu sína brátt þar sem Mitsubishi hyggst loka henni á næstunni. Ástæðan er ekki dræm sala Mitsubishi bíla í Bandaríkjunum, heldur er vinnustaðasamningur þess við starfsmenn að renna út og við það mun kostnaður við framleiðslu bíla þar aukast og því hyggst Mitsubishi frekar framleiða bíla sína annarsstaðar, líklega í Asíu. Í fyrra voru framleiddir 69.178 Mitsubishi Outlander Sport bílar í verksmiðjunni, sem bæði voru seldir í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Á blómatíma verksmiðjunnar árið 2000 voru framleiddir 200.000 bílar í henni, en nú um þriðjungur þess. Sala Mitsubishi hefur á undanförnum árum verið niðurávið í Bandaríkjunum, en í ár ber þó svo við að salan hefur aukist um 25% og alls hafa selst 49.544 bílar á fyrri helmingi ársins, sem ekki getur reyndar talist mikið á 17 milljón bíla markaði. Mitsubishi hefur þó þau áform að halda áfram sölu bíla sinna í Bandaríkjunum þó fyrirtækið muni næsta víst loka einu verksmiðju sinni þar. Bílarnir verða fluttir inn frá öðrum löndum.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent