Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2015 09:00 Blanda er aflahæst laxveiðinni ánna en sem komir er. Mynd: Lax-Á Veiðin í laxveiðiánum heldur áfram að vera á blússandi siglingu og það er alveg ljóst að þetta er eitt af góðu árunum. Vikuveiðin er búin að vera feyknagóð og toppnum á laxagöngunum virðist ekki vera náð enda er mikill lax að ganga í árnar og ekkert sýnilega að minnka ennþá. Norðurá og Langá eru þegar komnar yfir 2014 veiðina en Blanda, Þverá og Miðfjarðará ná því klárlega fyrir helgina. Efstu tíu árnar á listanum eru fullar af laxi og þessi mikla veiði í þessum ám hefur alveg þaggað niður í svartsýnustu röddunum sem spáðu þessu sem undir meðallagi sumri. Þetta eru tíu aflahæstu árnar eins og er: Blanda 1638, Norðurá 1530, Miðfjarðará 1221, Þverá + Kjarará 1046, Ytri-Rangá & Hólsá vesturbakki 959, Langá 867, Haffjarðará 651, Laxá á Ásum 367, Grímsá og Tunguá 362 og Laxá í Kjós 362. Þegar listinn frá Landssambandi veiðifélaga er skoðaður í heild sinni sést að miðað við dagsetningu í dag og hvað það er mikið eftir af veiðitímanum eiga þær allar mikið inni og sumar þeirra eru síðan alveg hreinar síðsumarsár svo vonlaust er að reyna spá réttilega á einhverjum vitrænum forsendum um hvernig veiðin í þeim ám þróast, hvað þá í hvaða tölu hún endar. Þetta er gott veiðisumar hvernig sem á það er litið og þar sem það er gott vatn í ánum, nóg af laxi og veðrið að skána, er hægt að biðja um eitthvað meira? Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði
Veiðin í laxveiðiánum heldur áfram að vera á blússandi siglingu og það er alveg ljóst að þetta er eitt af góðu árunum. Vikuveiðin er búin að vera feyknagóð og toppnum á laxagöngunum virðist ekki vera náð enda er mikill lax að ganga í árnar og ekkert sýnilega að minnka ennþá. Norðurá og Langá eru þegar komnar yfir 2014 veiðina en Blanda, Þverá og Miðfjarðará ná því klárlega fyrir helgina. Efstu tíu árnar á listanum eru fullar af laxi og þessi mikla veiði í þessum ám hefur alveg þaggað niður í svartsýnustu röddunum sem spáðu þessu sem undir meðallagi sumri. Þetta eru tíu aflahæstu árnar eins og er: Blanda 1638, Norðurá 1530, Miðfjarðará 1221, Þverá + Kjarará 1046, Ytri-Rangá & Hólsá vesturbakki 959, Langá 867, Haffjarðará 651, Laxá á Ásum 367, Grímsá og Tunguá 362 og Laxá í Kjós 362. Þegar listinn frá Landssambandi veiðifélaga er skoðaður í heild sinni sést að miðað við dagsetningu í dag og hvað það er mikið eftir af veiðitímanum eiga þær allar mikið inni og sumar þeirra eru síðan alveg hreinar síðsumarsár svo vonlaust er að reyna spá réttilega á einhverjum vitrænum forsendum um hvernig veiðin í þeim ám þróast, hvað þá í hvaða tölu hún endar. Þetta er gott veiðisumar hvernig sem á það er litið og þar sem það er gott vatn í ánum, nóg af laxi og veðrið að skána, er hægt að biðja um eitthvað meira?
Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði