Ný stikla úr James Bond – Spectre Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 15:21 Aðstandendur James Bond myndanna hafa sent frá sér nýja kynningarstiklu úr myndinni og þar er Aston Martin DB10 bíll James Bond í mun stærra hlutverki en í fyrri stiklum. Þeir sem áhugasamir eru um þessa næstu James Bond mynd ættu ekki að láta hana framhjá sér fara, hvað þá bílaáhugamenn, en hana má sjá hér að ofan. Í myndinni er James Bond að kljást við illvægan glæpaflokk, Spectre, sem stjórnað er af illmenni sem austurríski leikarinn Christoph Waltz leikur og kemur hann mikið fyrir í stiklunni. Eins og í fyrri James Bond myndum er Aston Martin bíll James Bond búinn skemmtilegum búnaði sem hjálpar Bond að komast úr tíðri vonlausri stöðu og í þessari mynd er Aston Martin DB10 bíllinn með öfluga eldvörpu aftan á bílnum sem ekki gleður þá sem veita honum eftirför. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent
Aðstandendur James Bond myndanna hafa sent frá sér nýja kynningarstiklu úr myndinni og þar er Aston Martin DB10 bíll James Bond í mun stærra hlutverki en í fyrri stiklum. Þeir sem áhugasamir eru um þessa næstu James Bond mynd ættu ekki að láta hana framhjá sér fara, hvað þá bílaáhugamenn, en hana má sjá hér að ofan. Í myndinni er James Bond að kljást við illvægan glæpaflokk, Spectre, sem stjórnað er af illmenni sem austurríski leikarinn Christoph Waltz leikur og kemur hann mikið fyrir í stiklunni. Eins og í fyrri James Bond myndum er Aston Martin bíll James Bond búinn skemmtilegum búnaði sem hjálpar Bond að komast úr tíðri vonlausri stöðu og í þessari mynd er Aston Martin DB10 bíllinn með öfluga eldvörpu aftan á bílnum sem ekki gleður þá sem veita honum eftirför. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent