Frelsissvipting í Hvalfjarðarsveit: Hótuðu að drepa konuna ef hún kærði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2015 15:30 Í greinargerð sálfræðings konunnar kemur fram að hún sé stöðugt hrædd eftir árásina og óttist um líf sitt. vísir/getty Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur 44 ára gömlum karlmanni og 28 ára gamalli konu fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns í nóvember 2012. Meint brot áttu sér stað í húsi í Hvalfjarðarsveit og er fólkið ákært fyrir að hafa í sameiningu svipt konu frelsi sínu og reynt að neyða hana til að greiða þeim allt að 200 þúsund krónur. Samkvæmt ákæru á maðurinn meðal annars að hafa bundið hendur konunnar fastar, tekið hana hálstaki og lamið hana í höfuðið með bókum. Konan, sem einnig er ákærð, er sökuð um að hafa hellt úr vatnsfötu yfir konuna og hótað henni að stinga hana í magann með hnífi sem ákærða ógnaði konunni með. Þá eru maðurinn og konan bæði ákærð fyrir að hafa skipað konunni að afklæðast og halda til í kjallara hússins og öðrum stöðum þar inni. Þau eiga einnig að hafa hótað að beita konuna kynferðislegu ofbeldi, sem og að hafa hótað að beita föður konunnar og barn hennar líkamlegu ofbeldi. Ákærðu neituðu bæði sök við þingfestingu málsins en aðalmeðferð fer fram í september í Héraðsdómi Vesturlands. Í maí síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóm þess efnis að ákærðu víki úr dómsal þegar konan gefur skýrslu í málinu. Er það gert þar sem talið er að það geti verið konunni mjög íþyngjandi ef ákærðu verða í dómsal auk þess sem það gæti haft áhrif á framburð hennar. Fyrir héraðsdómi lagði réttargæslumaður konunnar fram greinargerð sálfræðings vegna málsins. Í greinargerðinni segir meðal annars að konan sé „stöðugt hrædd [...]. Hún sofi illa og fái reglulega martraðir. [...] Hún sagðist óttast um líf sitt og hræddist að gerendur í árásinni standi við hótanir sínar um að drepa sig ef hún kærði.“ Konan fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.Uppfært klukkan 16.30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að maðurinn væri 34 ára gamall. Hið rétta er að hann er 44 ára gamall og hefur þetta verið leiðrétt. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur 44 ára gömlum karlmanni og 28 ára gamalli konu fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns í nóvember 2012. Meint brot áttu sér stað í húsi í Hvalfjarðarsveit og er fólkið ákært fyrir að hafa í sameiningu svipt konu frelsi sínu og reynt að neyða hana til að greiða þeim allt að 200 þúsund krónur. Samkvæmt ákæru á maðurinn meðal annars að hafa bundið hendur konunnar fastar, tekið hana hálstaki og lamið hana í höfuðið með bókum. Konan, sem einnig er ákærð, er sökuð um að hafa hellt úr vatnsfötu yfir konuna og hótað henni að stinga hana í magann með hnífi sem ákærða ógnaði konunni með. Þá eru maðurinn og konan bæði ákærð fyrir að hafa skipað konunni að afklæðast og halda til í kjallara hússins og öðrum stöðum þar inni. Þau eiga einnig að hafa hótað að beita konuna kynferðislegu ofbeldi, sem og að hafa hótað að beita föður konunnar og barn hennar líkamlegu ofbeldi. Ákærðu neituðu bæði sök við þingfestingu málsins en aðalmeðferð fer fram í september í Héraðsdómi Vesturlands. Í maí síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóm þess efnis að ákærðu víki úr dómsal þegar konan gefur skýrslu í málinu. Er það gert þar sem talið er að það geti verið konunni mjög íþyngjandi ef ákærðu verða í dómsal auk þess sem það gæti haft áhrif á framburð hennar. Fyrir héraðsdómi lagði réttargæslumaður konunnar fram greinargerð sálfræðings vegna málsins. Í greinargerðinni segir meðal annars að konan sé „stöðugt hrædd [...]. Hún sofi illa og fái reglulega martraðir. [...] Hún sagðist óttast um líf sitt og hræddist að gerendur í árásinni standi við hótanir sínar um að drepa sig ef hún kærði.“ Konan fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.Uppfært klukkan 16.30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að maðurinn væri 34 ára gamall. Hið rétta er að hann er 44 ára gamall og hefur þetta verið leiðrétt.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira