Frelsissvipting í Hvalfjarðarsveit: Hótuðu að drepa konuna ef hún kærði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2015 15:30 Í greinargerð sálfræðings konunnar kemur fram að hún sé stöðugt hrædd eftir árásina og óttist um líf sitt. vísir/getty Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur 44 ára gömlum karlmanni og 28 ára gamalli konu fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns í nóvember 2012. Meint brot áttu sér stað í húsi í Hvalfjarðarsveit og er fólkið ákært fyrir að hafa í sameiningu svipt konu frelsi sínu og reynt að neyða hana til að greiða þeim allt að 200 þúsund krónur. Samkvæmt ákæru á maðurinn meðal annars að hafa bundið hendur konunnar fastar, tekið hana hálstaki og lamið hana í höfuðið með bókum. Konan, sem einnig er ákærð, er sökuð um að hafa hellt úr vatnsfötu yfir konuna og hótað henni að stinga hana í magann með hnífi sem ákærða ógnaði konunni með. Þá eru maðurinn og konan bæði ákærð fyrir að hafa skipað konunni að afklæðast og halda til í kjallara hússins og öðrum stöðum þar inni. Þau eiga einnig að hafa hótað að beita konuna kynferðislegu ofbeldi, sem og að hafa hótað að beita föður konunnar og barn hennar líkamlegu ofbeldi. Ákærðu neituðu bæði sök við þingfestingu málsins en aðalmeðferð fer fram í september í Héraðsdómi Vesturlands. Í maí síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóm þess efnis að ákærðu víki úr dómsal þegar konan gefur skýrslu í málinu. Er það gert þar sem talið er að það geti verið konunni mjög íþyngjandi ef ákærðu verða í dómsal auk þess sem það gæti haft áhrif á framburð hennar. Fyrir héraðsdómi lagði réttargæslumaður konunnar fram greinargerð sálfræðings vegna málsins. Í greinargerðinni segir meðal annars að konan sé „stöðugt hrædd [...]. Hún sofi illa og fái reglulega martraðir. [...] Hún sagðist óttast um líf sitt og hræddist að gerendur í árásinni standi við hótanir sínar um að drepa sig ef hún kærði.“ Konan fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.Uppfært klukkan 16.30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að maðurinn væri 34 ára gamall. Hið rétta er að hann er 44 ára gamall og hefur þetta verið leiðrétt. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur 44 ára gömlum karlmanni og 28 ára gamalli konu fyrir frelsissviptingu og tilraun til ráns í nóvember 2012. Meint brot áttu sér stað í húsi í Hvalfjarðarsveit og er fólkið ákært fyrir að hafa í sameiningu svipt konu frelsi sínu og reynt að neyða hana til að greiða þeim allt að 200 þúsund krónur. Samkvæmt ákæru á maðurinn meðal annars að hafa bundið hendur konunnar fastar, tekið hana hálstaki og lamið hana í höfuðið með bókum. Konan, sem einnig er ákærð, er sökuð um að hafa hellt úr vatnsfötu yfir konuna og hótað henni að stinga hana í magann með hnífi sem ákærða ógnaði konunni með. Þá eru maðurinn og konan bæði ákærð fyrir að hafa skipað konunni að afklæðast og halda til í kjallara hússins og öðrum stöðum þar inni. Þau eiga einnig að hafa hótað að beita konuna kynferðislegu ofbeldi, sem og að hafa hótað að beita föður konunnar og barn hennar líkamlegu ofbeldi. Ákærðu neituðu bæði sök við þingfestingu málsins en aðalmeðferð fer fram í september í Héraðsdómi Vesturlands. Í maí síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóm þess efnis að ákærðu víki úr dómsal þegar konan gefur skýrslu í málinu. Er það gert þar sem talið er að það geti verið konunni mjög íþyngjandi ef ákærðu verða í dómsal auk þess sem það gæti haft áhrif á framburð hennar. Fyrir héraðsdómi lagði réttargæslumaður konunnar fram greinargerð sálfræðings vegna málsins. Í greinargerðinni segir meðal annars að konan sé „stöðugt hrædd [...]. Hún sofi illa og fái reglulega martraðir. [...] Hún sagðist óttast um líf sitt og hræddist að gerendur í árásinni standi við hótanir sínar um að drepa sig ef hún kærði.“ Konan fer fram á 2 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.Uppfært klukkan 16.30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að maðurinn væri 34 ára gamall. Hið rétta er að hann er 44 ára gamall og hefur þetta verið leiðrétt.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira