Toyota Fortuner byggður á Hilux Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2015 10:04 Toyota Fortuner. Autoblog Toyota hefur nú kynnt nýjan bíl sem eingöngu verður seldur í Ástralíu og Tælandi, að minnsta kosti í fyrstu. Þessi nýi bíll er byggður á hinum þekkt Toyota Hilux pallbíl, en er yfribyggður. Bíllinn er að stærð á milli Toyota RAV4 og Toyota Land Cruiser og aðeins minni bíll en Toyota 4Runner. Honum veður att í samkeppni við Ford Everest á þessum mörkuðum en sá bíll er byggður á Ford Ranger pallbílnum. Í Toyota Fortuner er 2,8 lítra forþjöppudrifin dísilvél, 174 hestafla. Hann er fjórhjóladrifinn og mun bæði fást beinskiptur og sjálfskiptur. Hann á að geta dregið aftanívagn sem vegur 750 kíló ef aðeins er notast við bremsur bílsins, en ef atanívagn er einnig búinn bremsum getur hann dregið 3.000 kíló. Toyota er stærsti bílasali í flokki jepplinga og jeppa í Ástralíu og ætlar greinilega að halda þeirri stöðu með tilkomu þessa bíls. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Toyota hefur nú kynnt nýjan bíl sem eingöngu verður seldur í Ástralíu og Tælandi, að minnsta kosti í fyrstu. Þessi nýi bíll er byggður á hinum þekkt Toyota Hilux pallbíl, en er yfribyggður. Bíllinn er að stærð á milli Toyota RAV4 og Toyota Land Cruiser og aðeins minni bíll en Toyota 4Runner. Honum veður att í samkeppni við Ford Everest á þessum mörkuðum en sá bíll er byggður á Ford Ranger pallbílnum. Í Toyota Fortuner er 2,8 lítra forþjöppudrifin dísilvél, 174 hestafla. Hann er fjórhjóladrifinn og mun bæði fást beinskiptur og sjálfskiptur. Hann á að geta dregið aftanívagn sem vegur 750 kíló ef aðeins er notast við bremsur bílsins, en ef atanívagn er einnig búinn bremsum getur hann dregið 3.000 kíló. Toyota er stærsti bílasali í flokki jepplinga og jeppa í Ástralíu og ætlar greinilega að halda þeirri stöðu með tilkomu þessa bíls.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent